Góð aðsókn að sundlauginni

Aðsókn að sundlauginni á Þelamörk í sumar hefur verið talsvert meiri en í fyrra og fer hún nú vaxandi á hverju ári.

Sumartíma sundlaugarinnar lýkur næsta sunnudag. Þangað til verður hún opin kl. 10-22 virka daga og á sunnudaginn 20. ágúst og 10-19 á laugardaginn 19. ágúst.

Í vetur verður sundlaugin opin kl. 17-22 virka daga, 10-18 á laugardögum og 10-22 á sunnudögum.