Gatnagerð í fullum gangi

Gatnagerðin við Lækjarvelli er nú í fullum gangi, eftir hafa tafist vegna minniháttar breytingar á deiliskipulagi. Skipt hefur verið um jarðveg og búið er að setja burðarlag í fyrstu 260 metrana (af rúmlega 400) og leggja fráveitulagnir í þann kafla. Vatnslögn er komin að svæðinu. Áætlað er að verklok verði í janúar 2008.