Gásanefnd hefur störf

Nýlega hélt Gásanefnd sinn fyrsta fund. Nefndin er samráðsvettvangur Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um verkefnið "Gásir í Eyjafirði - lifandi miðaldakaupstaður". Nefndin heyrir undir sveitarstjórn Hörgárbyggðar, sem leiðir verkefnið stjórnsýslulega. Fulltrúi Gásafélagsins á seturétt á fundum nefndarinnar.

Verkefni nefndarinnar er að stofna félag og/eða sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur ferðamannastaðarins á Gásum og bjóða upp á fræðslu og leiðsögn um staðinn og halda svonefnda "miðaldadaga".

Í nefndinni eiga sæti Jóhanna María Oddsdóttir, formaður, Guðrún María Kristinsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín Sóley Björnsdóttir. Með þeim á myndinnni er Ingólfur Ármannsson, formaður Gásafélagsins.