Gásakaupstaður - Menningartengd ferðaþjónusta

Kynningafundur verður haldinn í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á Akureyri þriðjudaginn 21. mars n.k. og hefst kl. 20:00.

 Dagskrá:

 

Fornleifarannsóknin á Gásum 2001-2006:

Sædís Gunnarsdóttir fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands.

 

Kynning á hugmyndum að uppbyggingu á Gásasvæðinu:

Kristín Sóley Björnsdóttir, starfsmaður Gásaverkefnisins.

 

Kaffihlé.

 

Gásir, ferðamannagull á landsvísu?

Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálaráðgjafi hjá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

 

Hver eru áhersluatriðin við að byggja upp og markaðssetja nýjan áfangastað fyrir ferðamenn?

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík.

 

Umræður: Frummælendur sitja fyrir svörum.

 

                     Minjasafnið á Akureyri og Gásafélagið