Gásadagurinn, 24. júlí

Gásir

Miðaldaverslun og messa

sunnudaginn 24.júlí

kl. 13-17.

                  

Kl. 13 guðsþjónusta við kirkjutóttina á Gásum,

sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir messar, sr.Gylfi Jónsson leikur á harmonikku og kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiðir sönginn.

 

  

kl. 14-17 miðaldalíf í tjöldum

Brennisteinn úr Mývatnssveit hreinsaður með gömlum aðferðum. Kaupmenn með erlendan varning til sölu, bogaskytta, saumakona og skrifari að störfum, brauðbakstur á hlóðum tréskurður, vattarsaumur og ullarvinna auk þess sem ýmisskonar handverk verður til sýnis. Ungir og aldnir fá að reyna sig við að skjóta af boga, og farið verður í barnaleiki eins og tíðkuðust á miðöldum.

Þáttakendur í miðaldatjöldunum eru m.a. félagar úr Laufáshópnum og hópur danskra miðaldamanna, -kvenna og barna frá Middelaldercentret í Danmörku.

 

 

Fornleifafræðingar verða að störfum við uppgröftinn og svara

spurningum gesta varðandi hann.

 

Gásafélagið býður gestum uppá kakó og lummur.

 

Ókeypis er inn á svæðið og allir velkomnir.

 

 

Vakin er athygli á sýningu Minjasafnins á Akureyri í Aðalstræti 58 um verslunarstaðinn á Gásum. Opið alla daga frá 10-17.