Gangnaseðlar komnir

Gangnaseðlum í Hörgársveit fyrir árið 2014 hefur verið dreift til þeirra sem eiga að inna fjallskil af hendi í sveitarfélaginu. Þeir eru líka aðgengilegir hér á heimasíðunni, sjá hér. Fjárfjöldinn sem lagður er til grundvallar við niðurröðun fjallskilanna er alls 7.053. Fjöldi dagsverkanna er alls 483.

Fyrstu göngur verða víðast dagana 10.-13. september og aðrar göngur viku síðar. Réttað verður í Staðarbakkarétt í Hörgárdal 12. september, í Reistarárrétt á Galmaströnd, Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal og Þórustaðarétt á Moldhaugahálsi 13. september og í Þverárrétt í Öxnadal 15. september.