Gámasvæðið Akureyri

Þann 8. júní 2015 verða breytingar gerðar á Gámasvæðinu við Réttarhvamm á Akureyri.

Notendur munu þurfa klippikort til að komast inn á Gámasvæðið og munu þeir sem greiða sorphirðugjald (greiða sérstakt sorphirðugjald samkv. gjaldskrá) á Akureyri 2015 fá sent eitt kort.  Þeir sem ekki greiða sorphirðugjald á Akureyri geta keypt kort á Gámasvæðinu eða í þjónustuveri Akureyrarbæjar.

Nauðsynlegt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á Gámasvæðið hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang er að ræða.

Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Hvert klipp er upp á 0,25m³ sem samsvarar 240ltr heimilistunnu.

Ef að kort klárast þá verður hægt að kaupa aukakort.

Sumaropnun (16. maí til 15. ágúst):

Mánudaga til föstudaga kl. 13.00- 20.00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00.