Fyrsta skóflustunga á Lækjarvöllum 1

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju 900 fermetra verslunar- og verkstæðishúsi Vélavers hf. á Lækjarvöllum 1, sem þar mun rísa á næstu mánuðum. Það var Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sem tók fyrstu skóflustunguna. Í máli Magnúsar Ingþórssonar, framkvæmdastjóra, kom fram að húsið yrði tekið í notkun næsta vor. Á myndinni sést Pétur við stjórn vélarinnar  

og einnig má hér sjá að fjölmennt var við þetta tækifæri. Helgi B. Steinsson, oddviti Hörgárbyggðar, var meðal þeirra sem tóku nokkrar skóflustungur í viðbót við þær sem Pétur tók.

Úthlutað hefur verið nokkrum atvinnulóðum í viðbót á svæðinu og er gert ráð fyrir að á næsta ári muni fleiri byggingar bætast þar við.