Fundur um verksmiðjubyggingar

Á miðvikudagskvöldið, 3. nóvember, verður almennur fundur um nýtingu verksmiðjubygginga sveitarfélagsins á Hjalteyri, sem byggðar voru sem síldarverksmiðja á árunum 1935-1940. Um er að ræða miklar byggingar, að hluta ónotaðar. Á fundinum munu fasteignasali, atvinnuráðgjafi, minjavörður og fulltrúi núverandi notenda bygginganna gera grein fyrir þeim möguleikum sem felast eða kunna að felast í nýtingu bygginganna. Fundurinn verður í fiskverkunarhúsinu á Hjalteyri og hefst kl. 20:00.