Fundur - Aðalskipulag Hörgársveitar 2012 - 2024 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Aðalskipulag Hörgársveitar 2012 - 2024 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 4. desember nk. kl. 20:00. Á fundinum munu fulltrúar sveitarstjórnar kynna skipulagstillögu á vinnslustigi í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Fundargestum gefst færi á að spyrja spurninga og koma athugasemdum er varða skipulagsbreytinguna á framfæri.

Fyrirhuguð skipulagsbreyting nær til eftirfarandi þátta:

  • Breyting á skilmálum efnistöku í Hörgá.
  • Leiðrétting er varðar skilgreiningu efnistökusvæðis við Hlaðir (E13)
  • Íbúaspá aðalskipulags uppfærð.
  • Þrjú skógræktarsvæði færð inn á skipulag.
  • Fráveitulög Lónsbakkahverfis færð inn á skipulag.
  • Breytt lega reiðleiðar meðfram nýjum Hörgárdalsvegi.

Skipulagsbreytingin nær til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og fylgir umhverfisskýrsla skipulagstillögunni.

Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu mun liggja frammi á skrifstofu Hörgársveitar milli 26. nóvember og 9. desember 2019 og einnig hér: skipulagstillaga   greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til mánudagsins 9. desember 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla, 604 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið vigfus@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi