Fundargerð - 31. ágúst 2005

Miðvikudaginn 31. ágúst 2005 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 70. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1.  Tillaga sameiningarnefndar – málefnaskrá.

Lögð var fram drög af málefnaskrá vinnuhóps um sameiningarmál sem starfrækt hefur verið frá vormánuðum. Framlögð málefnaskrá var rædd og fannst flestum að fyrst og fremst væri þetta framtíðarsýn þ.e. eins og menn mundu vilja hafa hana en ekki væru dregnir fram kostir eða gallar þeirrar sameiningar sem nú stendur fyrir dyrum. Sveitarstjórnarmenn hvattir til að vera tilbúnir með sínar skoðanir á kynningarfundinum sem haldin verður um sameiningarmál síðustu dagana í september.

 

2.  Fundargerðir: Fundargerð leikskólanefndar frá 29. ágúst 2005. Hugrún leikskólastjóri mætti á fundinn og fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Ákveðið er að semja við Öryggismiðstöð Íslands hf. um öryggis og brunagæslu. 

Ljóst er að bregðast þarf fljótt við því að mörg börn eru komin á biðlista og er útlit fyrir að um áframhaldandi fjölgun  sé að ræða. Ákveðið var að kanna hvort Arnarneshreppur sé tilbúin að koma að stækkun leikskólans á Álfasteini svo komist verði hjá því neyðarúrræði að segja öllum börnum úr Arnarneshreppi upp leikskólaplássunum. Sveitarstjóra og oddvita var falið að kynna oddvita Arnarneshrepps stöðuna í leikskólamálum.

Fundargerðir fjallskilanefndar frá 23., 26. og 31. ágúst. Fjallskilanefnd var með fund í ÞMS á sama tíma og sveitarstjórn. Fundargerðirnar voru ræddar og síðan samþykktar samhljóða. Ákveðið var að fara í endurskoðun á gangnamálum í heild sinni strax í haust.

Fundargerð bygginganefndar frá 18. ágúst s.l.  Samþykkt voru fjögur erindi frá Kötlu ehf. Um byggingu fjögra einbýlishúsa við Birkihlíð þ.e. nr. 2, 4, 6 og 8. Samþykkt var stöðuleyfi fyrir starfsmannahúsi til 5 ára í Hraukbæ ogerindi Kristþórs Halldórssonar um byggingu bílgeymslu við eldra húsið á Moldhaugum enfrestað var erindi Þorsteins Rútssonar um að breyta hlöðu í fjós á lögbýlinu Þverá.

Vegna erindis Kristins Björnssonar um viðbyggingu við gamla húsið í Hraukbæ, þarvísar bygginganefnd til fyrri afgreiðslu um að ekki hafi verið tekið tillit til ábendinga nefndarinnarum breytingar og bendir á að t.d. bygging vestan við núverandi hús með tengibyggingu á milli væri betri kostur en framlagðar teikningar gera ráð fyrir.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar fellst ekki á höfnun bygginganefndar á lið 14 í fundargerðinni, þ.e. erindi Kristins Björnssonar og samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar teikningar vegna byggingaframkvæmda við gamla húsið í Hraukbæ. Sveitarstjóra falið að skrifa bygginganefnd. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

Fundargerð nefndar um staðardagskrá, 21 frá 4. júlí.  Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

Fundargerð skipulagsnefndar, frá 29. ágúst s.l.  Fundargerðin samþykkt.

 

3.  Lóðir og byggingar:   a) Erindi frá Hraukbæ vegna viðbyggingar.  Sjá afgreiðslu hér að framan í lið 2. b.  b)  Erindi frá Þríhyrningi um lóðir íbúðarhúsa.  Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti erindi Hauks og Þórðar um lóðamörk á íbúðarhúsanna í Þríhyrningi.

 

4.  Erindi frá Greiðri leið ehf, um aukið hlutafé í Greiða leið ehf.  Málið kynnt.

 

5.  Gjaldskrá leikskólans – samkv. bókun frá 15. júní s.l.  Ákveðið að gjaldskrá leikskólans verði óbreytt til næstu áramóta.

 

6.  Snjómokstur næsta vetrar.  Hverfið, samningur við Vegagerðina um helmingamokstur.

Oddvita og sveitarstjóra falið að leita tilboða hjá þrem til fjórum aðilum um snjómokstur í hverfinu og víðar og koma með fyrir næsta fund. Sveitarstjóra falið að semja við Vegagerðina um helmingamoksturinn.

 

7.Skólavistun – leikskóli – grunnskóli.  Staða mála.  Til kynningar

 

8. Fjárhagsáætlun. Lögð fram aðalbóktil kynningar ásamt yfirliti yfir breytingar áfjárhagsáætlun yfirstandandi árs með vísan til þeirra atriða sem búið er að samþykkja nú þegar á þessu ári.

 

9.  Ýmis mál. Frá Geðrækt, jólagjöf til allra á heimila. Örbylgjusamband og o.fl. Ræddar upplýsingar sem borist hafa frá Þekkingu um kostað á búnaði.  Ákveðið að málið verði kannað nánar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:30