Fundargerð - 30. mars 2004

Fundur haldinn 30/3. 2004 í framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla. Mættir voru Hjördís Sigursteinsdóttir, Helgi Steinsson, Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri, Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri og Ármann Búason.

 

1.    Lagt fram kostnaðarmat vegna viðgerða á múrskemmdum austan við hús og á tröppum að sunnan. Tilboð í verkið hefur borist frá Val Þór Hilmarssyni dagsett 28/3. Tilboðsupphæð er kr 621.539.- með vsk. Fundarmenn telja tilboðið áhugavert. Skólastjóri kannar málið betur.

 

2.    Sagt frá fyrstu umræðum um hvernig þétta megi stóru gluggana,  og koma í veg fyrir leka, þegar hvasst er af suðri.

 

3.    Múrvinna, veggja og þak á íbúðarturni ásamt girðingu við útivistarverönd neðstu hæðar. Á þetta verk þarf að fá kostnaðarmat.

 

4.    Útleiga á húsnæði í sumar. Skólastjóri gerði grein fyrir hverjir hafa beðið um afnot  af húsnæði í sumar. Þar er inni tvær helgar fyrir ættarmót. Helgi skýrði frá samþykkt sveitarstjórnar Hörgárbyggðar 17/3 2004, sem hafnar því fyrir sitt leyti, að leigja út Þelamerkurskóla fyrir ættarmót. Skólastjóri hvaðst nánast búin að lofa afnot að staðnum þessar tvær helgar, í þeirri trú að sér væri það heimilt. Framkvæmdanefnd ætlar að kanna hvort ekki megi gera undantekningu með þessi tvö ættarmót.

 

5.   Tölvumál

Staðarnet er farið að virka vel. Í skólanum eru tveir prentarar, sem eru farnir að gefa sig. Skólastjóri telur þörf á því að kaupa laser-prentara, sem kostar kr 100.000 – 200.000.- Ekki er gert ráð fyrir þessari fjárfestingu í fjárhagsáætlun skólans. Hjördís telur sig ekki geta samþykkt þetta, nema að tala við sitt fólk. Skólastjóri skoðar málið áfram.

 

6.    Tillaga að gjaldskrá fyrir afnot að staðnum, sem skólastjóri lagði fram að beiðni framkvæmdanefndar samanber fundargerð frá 24/2. 2004. Leiga á matsal og eldhúsi vegna fermingarveislna o.þ.h. 25.000 sólahringsnotkun skilað hreinu. Svefn í rúmi kr 1000.- nóttin, svefn á flatsæng kr 500.- nóttin. Hópar greiða auk gjalds fyrir gistingu kr 10.000- 15.000.- fyrir afnot af kennslustofum eða sal fyrir sólarhringinn og kr 15.000- 25.000.- fyrir sólahringinn fyrir notkun mötuneytis, fer eftir stærð hópa.

 

Næsti fundur í framkvæmdanefnd verður 24. apríl kl: 15.

 

Fleira ekki bókað.

Ritari: Ármann Búason