Fundargerð - 30. janúar 2006

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.

 

1. Lönd og lóðir

Jón Ingi Sveinsson hjá Kötlu ehf. mætti á fundinn. Búið er að selja 6 hús við Birkihlíð og eftirspurn er eftir þeim tveim húsum sem eru nú í byggingu. Stefnt á að malbika Birkihlíðina í sumar. Jón Ingi tjáði sig um að hann hefði áhuga á áframhaldandi samtarfi við Hörgárbyggð við byggingaframkvæmdir í sveitarfélaginu.

 

Sveitarstjóra falið að segja upp leiguafnotum af landinu fyrir ofan veg að markalínu í Mið-Samtúni. Einnig var ákveðið að segja upp leigu á hestahólfinu fyrir neðan veg í Mið-Samtúni með þriggja mánaða fyrirvara.

 

2. Fasteignagjaldaálagning

Samþykkt að hækka urðunargjald úr kr. 3,10 í kr. 3,85. Gjaldið tekur sömu hækkunum og Sorpey innheimtir hverju sinni. Samþykkt voru sorpgjöld á fyrirtæki eftir stærð og starfsemi fyrirtækja, gjaldflokkar verði þrír: kr. 20.000, kr. 35.000 og kr. 50.000.

 

3. Áætlanir, 3ja ára o.fl.

Fyrri umræða þriggja ára áætlunar.

Samþykkt var leiðrétting á endurskoðaðri áætlun 2005, hækkun á gjöldum í eignasjóði upp á kr. 1.076.000 v/framkvæmda í skólanum

 

4. Fundargerðir

a. Fundargerðir Héraðsnefndar frá 30. nóvember 2005 og Héraðsráði frá 16. nóvember og 15. desember 2005. Lagðar fram til kynningar.

b. Minjasafnsins

Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins frá 6. júní, 7. september, 19. september, 14. september, 2. nóvember 2005 og frá 18. janúar 2006, lagðar fram til kynningar.

c. Fundargerðir þjónustuhóps vegna aldraðra

Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra frá 28. september, 26. október og frá 23. nóvember 2005. Lagðar fram til kynningar.

d. Eyþings

Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 25. nóvember 2005 og frá 11. janúar 2006. Lagðar fram til kynningar.

e. Stjórnar Sambands ísl. sv.fél.

Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfél. frá 12. desember 2005, lögð fram til kynningar.

f. Fundargerðir og ársskýrsla náttúruverndarnefndar

Lagt fram til kynningar.

g. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 19. janúar2006

Ákveðið að bjóða út skólaaksturinn til fjögurra ára og vera búin að ganga frá samningum um skólaaksturinn fyrir kosningar í vor, með þeim fyrirvara að Arnarneshreppur vilji líka semja til fjögurra ára. Afgreiðslu fundargerðarinnar var síðan frestað til næsta fundar.

 

5. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Þar kemur fram að svæðisáætlunin 2005-2020 hefur verið samþykkt af öllum aðildarsveitarfélögunum. Að með gerð og útgáfu áætlunarinnar eru uppfyllt ákvæði laga ummeðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og reglugerðar nr. 737/200 um slíka áætlun að því er varðar aðildarsveitarfélög Sorpeyjar.

 

6. Bréf og erindi

a. Varasjóður húsnæðismála

Breyting á lögum og reglugerð um Varasjóð húsnæðismála. Aðalbreytingin er sú að Varasjóði húsnæðismála er heimilt að nýta 280 milljónir króna af eigin fé varasjóðs vegna viðbótarlána, til framlaga vegna rekstrar, sölu og úreldingar félagslegs húsnæðis skv. III. og IV. kafla reglugerðar um Varasjóðinn. Lagt fram til kynningar.

b. Eyþing. Kynningarbréf frá orku- og stóriðjunefnd

Trúnaðarmál – lagt fram til upplýsinga og kynningar.

c. Sögukort Norðurlands eystra

Þar kemur fram að vinna við sögukort af Norðurlandi eystra er langt komið og er óskað eftir athugasemdum við meðmeðfylægjandi skissu af kortinu innan þriggja vikna.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemdir við kortið

d. Bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu um áhættumat, viðbragðsáætlanir og tryggingar

Samkvæmt ákvörðun Umhverfisráðneytis er skylt að skila inn til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra viðbragðsáætlunin og staðfestingu um tryggingar vegna bráðamengun fyrir 15. febrúar 2006. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

e. KSÍ – sparkvöllur

Hörgárbyggð er gefinn kostur að sækja um styrk til KSÍ til að gera sparkvöll með gervigrasi. Yrði slíkur völlur alfarið kostaður af sveitarfélaginu fyrir utan gervigrasið og lagningu þess. Sækja þarf um fyrir 15. febrúar 2006 til að gerast þátttakandi í sparkvallaátaki KSÍ. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar ákvað að taka ekki þátt í átakinu að þessu sinni.

f. Vinnueftirlitið – vinnuverndarátak í grunnskólum 2006

Vinnueftirlit ríkisins er að hefja vinnuverndarátak í grunnskólum landsins með það að mark miði að efla innra vinnuverndarstarf og bæta að búnað, hollustuhætti og líðan starfsmanna. Stefnt er að því að skipulagt innra vinnuverndarstarf verði komið á í öllum skólum landsins á skólaárinu 2006-2007. Málinu vísað til skólanefndar og skólastjórnenda.

g. Bréf frá Skipulagsstofnun

Þar sem samþykkt er breyting á deiliskipulagi Skógarhlíðar. Breytingin felst í að á hvorri lóð verði gert ráð fyrir þríbýlishúsi í stað einbýlishúss á lóðum í Skógarhlíð nr. 12 og 14. Sveitarstjóra falið að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.

Einni kemur fram að Skipulagsstofnun felst ekki á að heimila byggingu á íbúðarhúsi í Fornhaga 2. Ekki liggi fyrir svæðis- eða aðalskipulag fyrir umrætt svæði. Framangreind framkvæmd er ekki í samræmi við ákvæði 7. mgr. gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998, þar sem kemur fram að þess skuli gætt að ekki sé byggt nær stofn- og tengivegi en 100 m. Því geti Skipulagsstofnun ekki mælt með því að sveitastjórn Hörgárbyggðar veiti lyfi fyrir framangreindri byggingu, þar sem ekki liggur fyrir undanþága frá Umhverfisráðuneytinu fyrir staðsetningu byggingarinnar innan við 100 m frá tengivegi. Málið er í frekari vinnslu hjá sveitarstjóra.

h. Bréf frá Hafnasamlagi Norðurlands

Þar er óskað eftir afstöðu Hörgárbyggðar til þess að allir hafnir við Eyjafjörð verði sameinaðar undir eina stjórn. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar er ekki á móti því  að allar hafnir við Eyjafjörð verði sameinaðar undir eina stjórn og samþykkir því erindið fyrir sitt leyti.

 

7. Leikskólinn

Launanefnd sveitarfélaga hefur heimilað sveitarfélögum að bæta við launaflokkum og eingreiðslum á tiltekin störf skv. meðfylgjandi fylgiskjali dags 28. janúar 2006. Orlofslaun eru innifalin í eingreiðslum og greiðast þær í samræmi við starfshlutfall. Gildistímabilið er frá 1. janúar 2006 til 30. sept.mber 2006. Ákvarðanir um nýtingu þessarar heimildar skulu teknar af sveitarstjórnum eða stjórnum viðkomandi byggðasamlaga. Engin leikskólakennari með laun yfir kr. 140.000 á mánuði á rétt á endurskoðun á mánaðarlaunum. Engin leikskólakennari hjá Hörgárbyggð fellur undir framangreindar heimildir launanefndar og verður því ekki um neinar launabreytingar að ræða hjá leikskólakennurum á Álfasteini.

Ákveðið að fara að skoða leikskólann á Svalbarðseyri nk. fimmtudag þ.e. 2. febrúar 2006 kl. 20:30.

Frá leikskólastjóra kom greinargerð um stöðu biðlista, ekki er ástæða til að skoða málið að sinni.

 

8. Samningur milli sveitarfélaga um ÞMS

Málinu frestað til næsta fundar.

 

9. Frekari afskriftir.

Trúnaðarmál

 

10. Ýmis mál

Fallist er á að þessu sinni að Tilraunastöðin á Möðruvöllum þurfi ekki að borga sekt vegna gangnarofs að teknu tilliti til framkominna skýringa.