Fundargerð - 28. september 2011

Miðvikudaginn 28. september 2011 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Halldóra Vébjörnsdóttir, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Jónína Garðarsdóttir. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Málefni Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk

Farin skoðunarferð um Íþróttamiðstöðina undir leiðsögn forstöðumanns, þar sem kynnt var starfsemi hennar og sagt frá búnaði og húsnæði.

 

2. Fjárhagsrammi menningar- og tómstundanefndar 2012

Lagt fram bréf, dags. 23. september 2011, frá sveitarstjórn þar sem gerð er grein fyrir því að fjárhagsrammi nefndarinnar, sbr. 9. gr. erindisbréfs hennar, vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012 er 69 millj. kr. Farið var yfir þau viðfangsefni sem heyra undir nefndina og lögð drög að áætlun um heildarfjárhæð fyrir hvert þeirra. 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 23:50.