Fundargerð - 28. nóvember 2017

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 85. fundur

Fundargerð

 

 

Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

1.        Framkvæmdaleyfi v. efnistöku úr Hörgá

Lagt var fram minnisblað frá Vigfúsi Björnssyni skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis sem mættur var á fundinn til að fara yfir afgreiðslu sveitarstjórnar á framkvæmdaleyfi á síðasta fundi. Til umræðu var tímalengd leyfis og leyfilegt efnistökumagn.

Sveitarstjórn samþykkti að samþykkt sveitarstjórnar í lið 2 f) frá 84. fundi standi en í útgefnu framkvæmdaleyfi komi fram að um er að ræða heimild til efnistöku á 150.000 rúmmetrum til loka árs 2018 með möguleika á framlengingu um eitt ár.

2.        Erindi frá eigendum Glæsibæjar varðandi breytingu á skipulagi

Lagt fram erindi frá eigendum Glæsibæjar er varðar ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi jarðarinnar ásamt ósk um efnistöku. Uppdrættir fylgja. Farið var yfir málið ásamt skipulagsfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

3.        Erindi frá eigendum Hjalteyrarskóla varðandi lóðarstækkun

Lagt fram erindi ásamt uppdrætti frá eigendum Hjalteyrarskóla varðandi kaup á lóð og lóðarstækkun við Hótel Hjalteyri.

Sveitarstjórn samþykkti að málið fái umfjöllun í skipulags- og umhverfisnefnd.

4.        Fundargerð fræðslunefndar frá 14. nóvember 2017

Fundargerðin lögð fram en þar er einn liður sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar: a) Í 7.lið,breyting á skóladagatali Þelamerkurskóla 2017-2018 í þá veru að 18. apríl 2018 verði endurmenntunardagur starfsmanna í stað göngudags 24. ágúst 2017.

Sveitarstjórn samþykkti breytinguna.

5.        Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 20. nóvember 2017

Fundargerðin lögð fram.

6.        Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 21.11.2017

Fundargerðin lögð fram en þar eru þrír liðir sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar: a) Í 1.lið, gjaldskrár 2018.

Sveitarstjórn samþykkti að á árinu 2018 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2017. 

b) Í 2.lið, fjárhagsáætlun 2018.

Sveitarstjórn samþykkti að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 25.000,- fyrir árið 2018.

c) Í 3.lið, erindi frá Bernharð Haraldssyni er varðar styrk vegna útgáfu á ritverki hans

Sveitarstjórn samþykkti að verkefnið verði styrkt í fjárhagsáætlun 2018 um kr. 150.000,-. 

7.        Fundargerð stjórnar Eyþings frá 25.október 2017 ásamt ályktun frá aðalfundi Eyþings sem haldinn var 10. og 11. nóvember 2017

Fundargerð og ályktun lögð fram.

8.        Minjasafnið á Akureyri - aðalfundarboð

Fundarboð á aðalfund Minjasafnsins á Akureyri 30. nóvember n.k lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að Jóhanna María Oddsdóttir verði fulltrúi Hörgársveitar á fundinum.

9.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, rekstrarleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir rekstur gististaðar án veitinga fyrir sumarhúsin Fögruvík, Pétursborg.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að rekstrarleyfið verði veitt.

10.        Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, tækifærisleyfi

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar Ey-Lív félags vélsleðamanna í Eyjafirði í Hlíðarbæ þann 25. nóvember 2017.  Sótt er um að hafa skemmtunina til kl. 04.00 eða klst. lengur en lögreglusamþykkt gerir ráð fyrir og því þarf umsögn sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkti að leggjast gegn því að samkomur í Hlíðarbæ verði umfram þann tíma sem lögreglusamþykkt segir til um en gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að leyfið verði veitt að öðru leiti.

11.        Samningur um refaveiðar 2017-2019

Lagður fram samningur við Umhverfisstofnun um endurgreiðslu til Hörgársveitar vegna refaveiða.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn.

12.        Umsókn um styrk frá Aflinu

Lagt fram erindi frá Aflinu þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna reksturs samtakanna.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018.

13.        Gjaldskrár 2018

a) Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2018.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2018 verði óbreytt 14,52%.

b) Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2018 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2018 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati. Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald fráveitu í þéttbýli verði 0,18% og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 12.000,- á hverja íbúð og hvert frístundahús, að sorphirðugjald heimila verði kr. 55.000,- að sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 17.150,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, og að sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 100,- kr. fyrir hverja sauðkind, 595,- kr. fyrir hvern nautgrip, 425,- kr. fyrir hvert hross og 550,- kr. fyrir hvert svín. Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að efstu tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði kr. 4.718.000,- og fyrir samskattaða kr 6.280.000,-.

c) Rætt um aðrar gjaldskrár fyrir árið 2018

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2018 kosti hver klst. í vistun í Álfasteini 3.675,- kr. á mánuði, að fullt fæði í leikskóla kosti 8.115,- kr. á mánuði og að mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 675,- kr. á dag. Á árinu 2018 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund 900 kr. en aðrar breytingar verði ekki á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Aðrar gjaldskrár varðandi útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla sem og gjaldskrá Hlíðarbæjar hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2018.

14.        Dysnes þróunarfélag

Lagt fram erindi þar sem kynnt er hlutafjáraukning í Dysnesi þróunarfélagi sem samþykkt var á hluthafafundi 28.september 2017.

Sveitarstjórn samþykkti að auka hlutafé í Dysnesi þróunarfélagi um kr. 1 milljón.  600 þús.kr. verði greitt á árinu 2017 og 400 þús. kr. á árinu 2018.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:20