Fundargerð - 28. desember 2007

Föstudaginn 28. desember 2007 kl. 16:30 boðaði formaður húsnefndar, Árni Arnsteinsson, til fundar vegna áframhaldandi framkvæmda við Hlíðarbæ sem til stendur að fara í sumar.   Fundinn sátu eftirtaldir: Húsnefndin, Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir.  Auk húsnefndar sátu fundinn Sighvatur Stefánsson húsvörður Hlíðarbæjar,  Birna Jóhannesdóttir sveitarstjórnarmaður, Helgi Steinsson oddviti og Ragnheiður Sverrisdóttir arkitekt.  

 

Þetta gerðist:

 

Árni Arnsteinsson formaður húsnefndar bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. 

 

Þar sem til stendur að fara í endurbætur á anddyri hússins sem og snyrtingum var Ragnheiður Sverrisdóttir arkitekt fengin til að koma á staðinn og fara yfir aðstæður.  Ýmsar skemmtilegar hugmyndir voru ræddar og farið var yfir ýmis praktísk atriði sem skoða þarf samhliða þessum endurbótum.

 

Samþykkt var að fela Ragnheiði að hefja vinnu við að útfæra þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum í samráði við formann húsnefndar.

 

Ýmislegt fleira rætt en ekki fært til bókar og var fundi slitið um kl. 17:30.