Fundargerð - 26. maí 2005

Fundur í skipulagsnefnd haldin fimmtudaginn 26. maí 2005 kl: 20:00 í Þelamerkurskóla. Mættir voru Hermann Harðarsson, Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, ásamt oddvita Helga Steinssonar og sveitarstjóra Helgu Erlingsdóttur.

 

Mættur var Ævar Ármannsson frá VST, til faglegra ráðlegginga um þau tilboð sem borist hafa í gerð aðalskipulags fyrir Hörgárbyggð.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir

 

 

1.    Erindi frá Pétursborg frá Andreu Keel og Kristjáni Stefánssyni um að setja niður 2 sumarhús, 21 fm. hvort hús á lóðina við Pétursborg.  Fyrir liggur skriflegt samþykki Eiríks á Sílastöðum vegna þessa.  Jónas Baldursson mun smíða og reisa húsin.  Sveitarstjórn samþykkrir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til skipulagsnefndar. Afstöðumynd fylgir umsókninni. Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

2.    Erindi frá Kjartani Kristinssyni f.h. Hlíðar um stöðuleyfi fyrir starfsmannabústað fyrir verkamenn í Hraukbæ.  Um er að ræða 60 fm timburhús með svefnlofti yfir hluta hússins. Afstöðumynd fylgir umsókninni og teikningar af húsinu í Hraukbæ. Skipulagsnefnd samþykkri erindi með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Hörgárbyggðar.

 

3.  Tilboð í aðalskipulag.

Ævar Ármannsson og Helga hafa verið að kanna þá tvo aðila sem hafa boðið lægst í aðalskipulagsvinnuna og er mjög vel látið af þeim báðum. Ekki er heppilegt að blanda saman vinnu við aðalskipulagið og staðardagskrá nema hafa staðardagskrána svona til hliðsjónar um áhersluþætti. Tilboðin voru rædd frá ýmsum hliðum. Tillaga skipulagsnefndar er samhljóða þ.e. að gengið verði til saminga við Landmótun um gerð aðalskipulags fyrir Hörgárbyggð og er málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:32