Fundargerð - 26. janúar 2005

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn í Þelamerkurskóla

miðvikudaginn 26. janúar 2005 kl. 16:30.

 

Fundarmenn:

Sigurbjörg Jóhannesdóttir frá Hörgárbyggð, formaður

Hannes Gunnlaugsson frá Arnarneshreppi, varamaður Sigrúnar Jónsdóttur

Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð, ritari

Gylfi Jónsson fulltrúi foreldraráðs

Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri

Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri

Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara

 

Fundarefni:

1.      Skipulag skólastarfs það sem eftir er skólaárs

2.      skólanámskrá, enduskoðun og markmið í skólastarfi.

3.      Önnur mál

 

1. Skipulag skólastarfs það sem eftir er skólaárs

Vegna kennaraverkfalls vantar alls 25 daga upp á að ná tilskyldum fjölda kennsludaga á skólaárinu. Tillaga skólastjórnenda er að ekki sé raunhæft að að bæta öllum bekkjum upp tapaðan kennslutíma en hinsvegar er mikilvægt að bæta 10. bekk upp tapaða kennsludaga. Tillaga skólastjórnenda er að fá aukafjármagn til að bæta við 60 viðbótartímum í 10. bekk í ensku, dönsku, líffræði og íslensku. Stærðfræði og samfélagsfræði hafa verið sett inn sem valfög hjá 9. og 10. bekk. Skólanefnd tekur undir með skólastjórnendum og verður þetta fyrirkomulag kynnt foreldrum.

 

2. Endurskoðun skólanámskrár og markmið í skólastarfi

Anna Lilja rifjaði upp fyrir fundarmönnum þá vinnu sem fram hefur farið við endurskoðun skólanámskrár og markmið í skólastarfi. Nú er búið að stofna nýjan starfshóp sem vinnur við gerð nýrrar markmiðssetningar fyrir skólastarfið sem á að skila áfangaskýrslu 18. mars nk. Stefnt er að því að halda fund með fulltrúum foreldra eftir það.

 

3. Önnur mál

Skólastjóri afhenti starfsskýrslu Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2003-2004.

Skýrslan fer í framtíðinni inn á heimasíðu skólans.

 

Gylfi vék af fundi 18.10

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18.15

Fundaritari Hanna Rósa Sveinsdóttir