Fundargerð - 26. apríl 2007

Fimmtudaginn 26. apríl 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 14:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Ársreikningur Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2006

Lagður fram ársreikningur Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2006. Ársreikningurinn er gerður og endurskoðaður af KPMG Endurskoðun Akureyri hf. Skv. ársreikningnum urðu rekstrartekjur Íþróttamiðstöðvarinnar á árinu alls 17,6 millj. kr. og rekstrargjöld alls 20,2 millj. kr. Framlag sveitarfélaganna varð því mismunurinn, þ.e. 2,6 millj.kr.

Ársreikningurinn var yfirfarinn og síðan staðfestur af stjórninni og forstöðumanni.

Stjórnin fól oddvita Arnarneshrepps og sveitarstjóra Hörgárbyggðar að gera drög að samningi milli sveitarfélaganna um rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar.

 

2. Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Á fundi stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar 13. mars 2007 var tekið fyrir bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dags. 21. febr. 2007, sem er skýrsla um eftirlit í Íþróttamiðstöðinni 19. febr. 2007.

Forstöðumaður greindi því að brugðist hefur verið við sex atriðum af ellefu atriðum eftirlitsskýrslunnar. Þau atriði sem út af standa snúa að sjálfvirkni á klórmiðlun, handrið umhverfis heita potta og endurbætur á gufubaði. Hann lagði fram drög að bréfi til Heilbrigðiseftirlitsins þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála. Þar er óskað eftir fresti til að bregðast þeim atriðum sem út af standa, þar sem þau tengjast framkvæmdum sem gert er ráð fyrir hafnar verði á næsta ári. Stjórnin samþykkti drögin að bréfi til Heilbrigðiseftirlitsins eins og þau lágu fyrir.

 

3. Framgangur viðhaldsverkefna ársins

Forstöðumaður gerði grein fyrir stöðu mála í viðhaldsverkefnum ársins, sbr. 3. og 4. lið í fundargerð stjórnarinnar frá 13. mars 2007.

 

4. Undirbúningur viðhalds á næsta ári

Rætt nánar um undirbúning endurbóta sem fyrirhugaðar eru á næsta ári, sbr. 5. lið fundargerðar fundar stjórnarinnar 13. mars 2007.

Forstöðumanni og sveitarstjóra Hörgárbyggðar var falið semja lýsingu á þeim endurbótum sem um hefur verið talað, þ.e. við lagnakerfi, gufubaðs og potta. Þá var þeim falið að afla tilboða í hönnun endurbótanna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45