Fundargerð - 26. apríl 2006

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn í Þelamerkurskóla 26. apríl 2006 kl. 16:30

 

Fundarmenn:

Sigurbjörg Jóhannesdóttir frá Hörgárbyggð, formaður

Sigrún Jónsdóttir frá Arnarneshreppi, varaformaður

Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð, ritari.

Ingibjörg Smáradóttir fulltrúi foreldraráðs

Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri

Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara

Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri

 

1. Skóladagatal fyrir skólaárið 2006-2007

Anna Lilja Sigurðardóttir kynnti drög að skóladagatali 2006-2007. Búið að taka þetta fyrir á tveimur kennarafundum. Samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands skulu skóladagar nemenda vera 180 talsins á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Skólasetning eru áætluð mánudaginn 21. ágúst 2006 og skólaslit föstudaginn 1. júní 2007. Skóladagar nemenda eru 180 talsins á skólaárinu. Samræmd próf í 4. og 7. bekk eru 19. og 20. október og samræmt próf í 10. bekk eru 2. -9. maí 2007. Tillaga að halda upp á fæðingardag Davíðs Stefánssonar í janúar. Spurning um hvort pláss verði fyrir einn vetrarfrísdag t.d. til að lengja eina helgi í nóvember.

 

2. Afrakstur fundar með skólayfirvöldum, vegagerðinni og lögreglunni

Sigurbjörg Jóhannesdóttir formaður skólanefndar fór yfir fundargerð fundar sem haldinn var þann 2. mars 2006.

Helstu niðurstöður þess fundar að Vegagerðin ætlar að sjá um að lengja vegrið/leiðara og bæta við ljósastaurum að Laugalandi, athuga með gangbrautarljós og verð á þeim. Unnar tekur að sér að ræða við Vegagerðina og athuga hvar málið er statt. Sveitarfélagið og skólinn þurfa að kaupa öryggisskilti sem kveikt er á þegar á þarf að. Skólanefnd mælir með því að sett verði upp tvö stór sitt hvoru megin við skólann, til að vekja athygli á að framundan sé skóli og íþróttamannvirki. Það sem koma þyrfti fram á upplýstum skiltum er: “Þelamerkurskóli, Sundlaug, Börn á ferð, Sýnið tillitssemi”. Einnig að máluð verði gangbraut yfir veginn.

Varðandi bílbeltanotkun þá var gert átak í skólanum til að brýna fyrir skólabörnum að nota bílbelti. Skólayfirvöld hafa einnig haft samband við skólabílstjórana og kynnt þetta átak fyrir þeim.

 

3. Staða kennaramála

Jónína Garðarsdóttir er að koma aftur til starfa eftir barneignarleyfi/námsleyfi í haust. Hún mun sinna sérkennslu og hennar staða rúmast innan kennslukvóta þannig að ekki kemur til uppsagna annarra kennara.

Samkvæmt bráðabirgðaskráningu eru 91 nemandi skráður til náms haustið 2006.

 

4. Þróun skólastefnu

Búið að gera kannanir bæði meðal foreldra og nemenda, bæði viðhorfskannanir meðal foreldra og vellíðunarkannanir meðal nemenda. Niðurstöður úr þeim könnunum eru notaðar til að þróa skólastefnuna. Rætt um þróun mismunandi kennsluhátta og þá möguleika sem eru fólgnir í þeim fyrir skóla af þessari stærð. Samvinna við Lombardy-héraðið á Ítalíu. Þelamörk á vinaskóla í þessu héraði.

 

Fundi slitið kl. 18:30.