Fundargerð - 25. maí 2006

Miðvikudaginn 25. maí 2006 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson. Einnig mætti Helga A. Erlingsdóttir og Ásgeir Már Hauksson starfsmaður skrifstofu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

Þetta gerðist:

 

1. Reikningar sveitarfélagsins, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar

Þar kemur fram að skatttekjur á hvern íbúa voru kr. 369.000, þjónustu- og aðrar tekjur kr. 41.000, eignir kr. 447.000, eigið fé kr. 364.000 og skuldir kr. 83.000. Niðurstaða rekstrarársins A og B hluta er eftirfarandi:  Heildartekjur sveitarsjóðs kr. 163.945.000, rekstrargjöld kr. 145.034.000, fjármuna og fjármagnstekjur kr. -1.137.000. Rekstar­niðurstaðan var því jákvæð um kr. 17.774.000. Afskriftir voru kr. 7.014.000 og veltufé frá rekstri því kr. 25.779.000.

Framlag til rekstrar Þelamerkurskóla var samtals kr. 95.259.481 og var hlutur  Hörgárbyggðar kr. 63.290.980.

Tekjur Íþróttamiðstöðvarinnar voru kr. 17.169.629, gjöld kr. 19.402.797 og fjármuna- og fjármagnsgjöld kr. -82.022. Framlag sveitarfélaganna til Íþróttamiðstöðvarinnar var því kr. 2.315.726. Ársreikningarnir Hörgárbyggðar voru síðan samþykktir samhljóða. Þá samþykkti sveitarstjórn ársreikninga Þelamerkurskóla og Íþrótta­mið­stöðvarinnar einnig fyrir sitt leyti.

 

2. Fundargerðir

a.  Skólanefnd frá 23.05.2006

Fundargerðin rædd og kom þar fram að skólayfirvöld leggja til að íþróttamannvirkin verði til umráða fyrir nemendur ÞMS frá kr. 8-16 dag hvern yfir skólatímann. Einnig kom fram áhugi á því að sveitarstjórnir hlutist til um að bjóða íbúum frítt í sund, eitt kvöld í viku til að auka áhuga íbúanna á hollri hreyfingu. Málinu vísað til fram­kvæmda­nefndar. Fundargerðin var síðan afgreidd án athugasemda.

 

b.  Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæði eystra frá 8.5.2006

Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

 

c.  Fundargerð húsnefndar frá 22. maí 2006

Guðný Fjóla fór yfir fundargerðina. Fundargerðinni var vísað til næstu sveitarstjórnar þar sem þar eru nokkur atriði varðandi viðhaldsmál o.fl. sem ný sveitarstjórn þarf að taka til skoðunar.

 

3. Veitingaleyfi

Sent frá sýslumannsembættinu til umsagnar umsókn Guðveigar Önnu Eyglóardóttur um að reka kaffihús og veitingastofu/greiðasölu í Hálsi Öxnadal.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

 

4. Hlíðarbær, tilboð

Tilboð hefur borist frá Pálma Bjarnasyni í að mála Hlíðarbæ að utan, ásamt múrviðgerðum, háþrýstiþvotti, allri vinnu, áhöldum, vélum, ásamt sköttum og skyldum, sem nauðsynleg eru til að ljúka verkinu. Tilboðið hljóðar upp á kr. 725.000. Sveitarstjórn ákvað einróma að taka tilboði Pálma. Einnig var ákveðið að kaupa borðbúnað fyrir 100 manns til að hafa á Melum. Þann borðbúnað mætti nýta þegar þörf er á inni í Hlíðarbæ.

 

5. Skólaakstur

Oddvita og Elvari falið að svara Sportferðum vegna athugasemda um að sveitarstjórn ákvað að semja áfram við Sigurð Skúlason um skólaakstur næstu tvö árin þrátt fyrir að hann væri ekki með lægsta tilboðið.

 

6. Malarnám á Hlöðum

Félagsbúið á Hlöðum óskar eftir framkvæmdaleyfi til að taka 25 rúmmetra af möl til eigin nota og lagfæra síðan í kring um malarnámuna og loka henni. Náman er sunnan við Hlaði. Sveitarstjórn samþykkti að veita umbeðið framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti.

 

7. Skógræktarsamningur vegna Myrkárbakka

Samningur um skógræktarsvæði á Myrkárbakka var samþykktur samhljóða.

 

8. Ýmis mál

Jákvætt svar hefur borist frá Jöfnunarsjóði um að sjóðurinn veiti sérstakt framlag vegna viðbyggingu við Leikskólann á Álfasteini, að því gefnu að byggt verði við leikskólann á þessu ári.

 

Upplýst var að sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur á síðasta kjörtímabili haldið 80 reglulega fundi, 16 aukafundi, eitt íbúaþing, einn kynningarfund með íbúum Hörgár­byggðar vegna vinnu við aðalskipulag og einn íbúafund vegna vinnu við Staðar­dagskrá 21. Eða samtals 99 fundi að þessum fundi meðtöldum.

               

Ársskýrsla Leikskólans á Álfasteini var lögð fram til kynningar.

 

9. Trúnaðarmál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 21:58