Fundargerð - 24. mars 2010

Miðvikudaginn 24. mars 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 52. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra.

Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Niðurstaða kosninga um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar

Lagðar fram fundargerðir kjörstjórnar Hörgárbyggðar 20. mars 2010, og samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 22. mars 2010, þar sem m.a. kemur fram eftirfarandi niðurstaða kosninga um sameininguna, sem fram fór 20. mars 2010:

Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100, sem er 79,4% kjörsókn. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162, sem er 52,4% kjörsókn.
Í Arnarneshreppi greiddu 57 atkvæði (57%) með sameiningunni og 40 greiddu (40%) atkvæði gegn henni. Þrír seðlar voru auðir. Í Hörgárbyggð greiddu 149 atkvæði (92%) með sameiningunni og 12 greiddu (7%) atkvæði gegn henni. Einn seðill var auður. Sameining sveitarfélaganna var því samþykkt í þeim báðum.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar lýsir yfir mikilli ánægju með niðurstöðu kosninga um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar og telur að með sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga verði til traust rekstrareining sem geti betur tekist á við þau verkefni sem framundan eru til hagsældar fyrir íbúa hins nýja sveitarfélags.

Með vísan til niðurstöðu sameiningarkosninganna var eftirfarandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að sameining sveitarfélaganna taki gildi 12. júní 2010, hið sameinaða sveitarfélag taki yfir allt það land sem nú tilheyrir Arnarneshreppi og Hörgárbyggð, íbúar sveitarfélaganna verði íbúar hins sameinaða sveitarfélags, eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra sveitarfélögunum falli til hins sameinaða sveitarfélags, skjöl og bókhaldsgögn sveitarfélaganna skuli afhent hinu sameinaða sveitarfélagi. Kosið verði til sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags 29. maí 2010, þ.e.  fimm fulltrúa og fimm varamenn, í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags og kosið verði um nafn hins sameinaða sveitarfélags samhliða kosningum til nýrrar sveitarstjórnar 29. maí 2010.

 

2. Kosning í kjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar

Sveitarstjórn kaus eftirtalda í kjörstjórn fyrir hið sameiginlega sveitarfélag skv. tillögu samstarfsnefndar: Aðalmenn: Guðmundur Víkingsson, Garðshorni, Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum, varamaður Jóna Kr. Antonsdóttir, Þverá.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að kjörstjórn verði falið að hafa umsjón með vali á nafni sameinaðs sveitarfélags í samræmi við 4. gr. sveitarstjórnarlaganna og að kosið verði um tillögur kjörnefndar á nýju nafni fyrir sameinað sveitarfélag 29. maí nk.

 

3. Skjaldarvík, umsögn um umsókn um rekstrarleyfi

Bréf, dags. 17. mars 2010, frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn frá Concept ehf. um rekstrarleyfi skv. gististaðaflokki V í Skjaldarvík undir nafninu Skjaldarvík ferðaþjónusta.

Sveitarstjórn mælir með að Concept ehf. fái umbeðið rekstrarleyfi undir nafninu Skjaldarvík ferðaþjónusta.

 

4. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting

Bréf, dags. 17. mars 2010, frá Akureyrarbæ um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Tillagan gerir ráð fyrir að Brálundur tengist Miðhúsabraut.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar gerir ekki athugasemd við þá tillögu við aðalskipulag Akureyrar að Brálundur tengist Miðhúsabraut.

 

5. Aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026, breyting

Lögð fram að nýju, vegna formgalla, tillaga að auglýsingu á breyttu aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026. Í tillögunni er gert ráð fyrir að safnað sé saman fjórum atriðum, sem öll hafa áður verið afgreitt til auglýsingar, þ.e. vegna breytinga á legu Hörgárdalsvegar, Blöndulínu, sveitarfélagsmörkum í Kræklingahlíð og breyttri landnotkun við Gistiheimilið Lónsá.

Sveitarstjórn samþykkti að tillagan verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulagslaga nr. 73/1997.

 

6. Steinunn Erla Davíðsdóttir, styrkbeiðni

Bréf, ódags., frá Steinunni Erlu Davíðsdóttur, þar sem óskað er eftir styrk til æfingaferðar.

Erindinu er hafnað á þeirri forsendu að Hörgárbyggð styrkir ekki einstaklinga heldur fyrst og fremst frjáls félagasamtök.

 

7. Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, styrkbeiðni

Bréf, dags. 16. mars 2010, frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, þar sem óskað er eftir fjárstyrk.

Samþykkt að veita Aflinu kr. 50.000 í styrk

 

8. Fundargerð byggingarnefndar, 16. mars 2010

Fundargerðin er í 13 liðum. Liðir 11 og 12 varða Hörgárbyggð, þ.e. annars vegar breyting á hluta af húsnæði fyrrum hjúkrunarheimilisins í Skjaldarvík í gistiheimili og hins vegar viðbygging við gripahús á Ytri-Bægisá II.

Fundargerðin afgreidd án athugasemda.

 

9. Alþingi, umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum

Tölvubréf, dags. 24. mars 2010, frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um framvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Skv. frumvarpinu verður sveitarfélögum gert skylt að veita eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga ársfjórðungslega aðgang að upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.

Til kynningar.

 

10. Trúnaðarmál

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:05.