Fundargerð - 24. maí 2007

Gásanefnd kom saman til fundar í Minjasafninu á Akureyri fimmtudaginn 24. maí 2007 kl. 14:00. Á fundinum voru Jóhanna María Oddsdóttir, Guðrún M. Kristinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Kristín Sóley Björnsdóttir, Guðmundur Sigvaldason, Ingólfur Ármannsson og Þórgnýr Dýrfjörð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Viðræður við landeigendur

Kynnt drög að kaupsamningi að u.þ.b. 5 ha landspildu úr Gásaeyrinni. Afmörkun umrædds lands í samningnum byggir á uppdrætti frá Verkfræðistofu Norðurlands (VN), dags. 14. maí 2007. Nefndin féllst fyrir sitt leyti á drögin, með þeirri breytingu að bein lína komi milli hnitpunkta nr. 12 og 15 í stað þess fara í gegnum punkta nr. 13 og 14.

Rætt var um tillögu VN að legu vegarins, sem er á sama uppdrætti, og féllst nefndin á hana fyrir sitt leyti.

 

2. Staðsetning á snyrtihúsum

Rætt um staðsetningu snyrtihúsa við minjasvæðið á Gásum og um heildaryfirbragð þjónustusvæðisins. Gert er ráð fyrir staðsetningu snyrtihúsanna skv. uppdrætti VN.

Nefndin samþykkti þessa staðsetningu og samþykkt var að leitað verði til grafísks hönnuðar um að teikna hugmynd að yfirbragði svæðisins.

 

3. Viðskiptaáætlun

Kristín Sóley Björnsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir gerðu grein fyrir drögum að viðskiptaáætlun fyrir verkefnið. Í drögunum eru helstu forsendur fyrir rekstraráætlun verkefnisins.

Í drögunum er gert ráð fyrir þjónustuhúsi upp á 700 m2, kostnaði við sýningu í húsinu, vegi að svæðinu, svo og tilgátubúðir og leiksvæði. Þá er þar gerð grein fyrir að áætlaður gestafjöldi verði í upphafi 10.000 á ári.

Höllu Björk og Kristínu Sóleyju var falið að fullvinna viðskipaáætlunina í samvinnu við KPMG.

 

4. Fjármögnun Miðaldamarkaðarins 2007

Lagt fram bréf verkefnisstjóra til sveitarstjórnar Hörgárbyggðar, dags, 15. maí 2007, um breyttar forsendur fyrir rekstri Miðaldamarkaðarins á Gásum næstkomandi sumar. Norræni Menningarsjóðurinn mun ekki veita styrk til verkefnisins í ár, eins og tvö undanfarin ár.

Kristín Sóley og Ingólfur tóku að sér að leita til tiltekinna aðila um styrki til verkefnisins, svo að unnt verði að bjóða upp á þá dagskrá sem fyrirhuguð hefur verið á Miðaldadögunum í sumar.

 

5. Tímasetning á stofnun sameignarstofnun um Gásaverkefnisins

Rætt um hvenær hentugt er hafa stofnfund sameignarstofnunar um “Gásir í Eyjafirði – lifandi miðaldakaupstaður”. Ákveðið stefna að 10. október nk. fyrir fundinn í Hlíðarbæ.

 

Fleiri gerðist ekki – fundi slitið kl. 15:50