Fundargerð - 23. maí 2016

Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar

42. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 23. maí 2016 kl. 15:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd ásamt Ómari Ívarssyni skipulagsfulltrúa og Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1.            Deiliskiplagsbreyting vegna Skógarhlíðar 14

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 14. mars og var athugasemdafrestur til 20. apríl 2016.  Ein athugasemd barst frá eigendum Skógarhlíðar 16 og 37.

 

a.      Mótmælt að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Svar skipulags- og umhverfisnefndar:

Þar sem aðeins er verið að heimila fjölgun íbúða við Skógarhlíð 14 úr þremur í fjórar án þess að stækka byggingarreit eða auka byggingarmagn er það mat skipulagsnefndar að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulag í samræmi við 2. mgr. 43. greinar skipulagalaga nr. 123/2010 sem sjá má hér að neðan.

Við mat á því hvort breyting á deiliskipulagi teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.

b.      Fyrirhugaðar breytingar munu hafa margþætt áhrif á íbúa í Skógarhlíð því með breyttri íbúðagerð kemur fjöldi íbúa til með að aukast og breytast auk þess sem öll umferð um götuna kemur til með að aukast um hverfi sem upphaflega var skipulagt sem einbýlishúsahverfi.

Nauðsynlegt er að setja þessa fyrirhuguðu breytingu í samhengi við áður gerða breytingu frá 2006 þar sem verið var að breyta lóðum við Skógarhlíð 12 og 14 úr einbýlishúsalóðum í þríbýlishúsalóðir.

Svar skipulags- og umhverfisnefndar:

Í upphaflegu deiliskipulagi var gert ráð fyrir að hverfið væri aðeins fyrir einbýlishús en með breytingu sem var gerð árið 2006 var gert ráð fyrir þríbýlishúsum við Skógarhlíð 12 og 14. Sú breyting að heimila fjölgun íbúða við Skógarhlíð 14 úr þremur í fjórar er því ekki talin auka eða breyta íbúafjölda umtalsvert eða auka umferð um götuna það mikið að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir.

Sú breyting sem var gerð árið 2006 er það deiliskipulag sem er í gildi og er verið að gera óverulega breytingu á því deiliskipulagi.

c.       Ekki er talið nægt rými fyrir sé fyrir fjölgun bílastæða sem þörf er á með auknum íbúðafjölda.

Svar skipulags- og umhverfisnefndar:

Lóð nr. 14 er um 40 m að breidd og ef við gerum ráð fyrir 2 bílum á íbúð er þörf á 8 bílastæðum. Hvert bílastæði er 2,5 m að breidd og því taka þessi 8 stæði 20 metra, eða um helming af þeirri hlið lóðar sem snýr að götu. Það er því mjög einfalt mál að útfæra þennan fjölda bílastæða innan lóðar.

d.      Telja að fyrirhugaðar breytingar muni hafa áhrif á sölu annarra fasteigna á svæðinu og að verið sé að taka hagsmuni eins byggingaraðila fram yfir hagsmuni núverandi íbúa í Skógarhlíð.

Svar skipulags- og umhverfisnefndar:

Ekki er hægt að finna rök fyrir því að fjölgun íbúða við Skógarhlíð 14 úr þremur í fjórar muni hafa áhrif á sölu fasteigna á svæðinu og ekki er verið að gæta hagsmuna eins byggingaraðila.

Það er öllum til hagsbóta að uppbygging hverfisins ljúki og eftirspurn virðist frekar vera eftir fjórbýlishúsum en þríbýlishúsum auk þess sem fjórbýli á tveimur hæðum þykir hentugra byggingarform nú til dags.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt og skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar.

2.            Náma í landi Flögu, umsókn um framkvæmdaleyfi

Lögð fram umsókn frá Vegagerðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmd við efnistöku úr námu í landi Flögu muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á allt að 3000 m3 af efni úr námu í landi Flögu með fyrirvara um samþykki landeigenda.

 

3.            Neðansjávarlistigarður við Hjalteyri

Lagt fram erindi köfunarfyrirtækisins Sævarar ásamt uppdrætti. Þá fylgja álit Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar og Hafnarsamlags Norðurlands um málið.

Tekið er undir álit Skipulagsstofnunar um að viðfangsefnið kalli á skipulagslega meðferð og leyfisveitingu en e.t.v. er um að ræða viðfangsefni sem fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið, s.s. hvaða framkvæmdir þetta kallar á á hafsbotni og á landi, auk þess hvernig viðhaldi listigarðsins verði háttað og frágangi svæðisins hætti fyrirtækið störfum, að ógleymdum upplýsingum um raunhæfni verkefnisins og fjármögnun.  

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum um verkið, þ.e. skipulagslýsingu á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010 frá framkvæmdaraðila fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og sveitarstjórn að taka ákvörðun um frekari málsmeðferð.

4.            Fyrirspurn um lóð á Hjalteyri

Lagt fram erindi þar sem spurst er fyrir um lóð á Hjalteyri undir gamalt timburhús.

Í vinnslu er deiliskipulag fyrir Hjalteyri.  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar þvi til skipulagsráðgjafa sem er að vinna að deiliskipulaginu og óskar eftir mati á því hvort mögulegt er að koma fyrir lóð á Hjalteyri fyrir húsið.

5.            B. Jensen uppsetning brennsluofns

Lagt fram erindi ásamt fylgigögnum þar sem óskað er eftir afstöðu til fyrirhugaðrar uppsetningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að lausn í samvinnu við önnur sveitarfélög á Norðurlandi og í samræmi við Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2026.

6.            Erindi Umhverfisstofnunar vegna undirbúnings friðlýsingar Hólahóla

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar ásamt fylgigögnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og telur að vegna ríkra almannahagsmuna beri að skoða málið mun betur og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna að málinu í samstarfi við Umhverfisstofnun og landeigendur.

7.            Erindi Orkustofnunar varðandi umsókn um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.

Lagt fram erindi Orkustofnunar ásamt fylgigögnum.  Þar er óskað eftir umsögn Hörgársveitar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við umsóknina.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16.50