Fundargerð - 23. febrúar 2017

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 77. fundur

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

Sveitarstjórn Hörgársveitar minntist Guðmundar Sigvaldasonar fyrrverandi sveitarstjóra í upphafi fundar, en hann lést á heimili sínu þann 8. febrúar s.l.

Við minnumst Guðmundar Sigvaldasonar með miklum hlýhug. Hann vann sveitarfélaginu ómetanleg störf með ósérhlífni sinni, natni og nákvæmni. Hann var úrræðagóður og hafði ætíð farsæld sveitarfélagsins að leiðarljósi í störfum sínum og naut því mikillar virðingar fyrir störf sín.

Sveitarstjórn Hörgársveitar og starfsfólk þakka Guðmundi Sigvaldasyni góð kynni og frábær störf í þágu íbúa Hörgársveitar um leið og við sendum eiginkonu hans Torfhildi Stefánsdóttur og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur.

 

1.            Fundargerð svæðisskipulagsefndar frá 12.12. 2016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.        Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 21.1. og 15.2. 2016

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.        Dysnes þróunarfélag ehf

Lagt fram erindi frá Dysnesi þróunarfélagi ehf. þar sem kynnt er samþykkt aðalfundar félagsins um að bjóða Hörgársveit 1/6 hlut í félaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að kaupa 1/6 hluta í Dysnesi þróunarfélagi ehf á kr. eina milljón króna.

4.        Lækjarvellir 4, umsókn um lóð

Lagt fram erindi frá verktakafyrirtækjunum Árni Helgason ehf og Rekverk ehf þar sem þau sækja sameiginlega um lóðina nr. 4 við Lækjarvelli.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Árna Helgasyni ehf kt. 670990-1769 og Rekverk ehf. kt.670404-2340,  sameiginlega lóðinni nr. 4 við Lækjarvelli og er sveitarstjóra falið að gera samning við umsækjendur um lóðina og greiðslu gatnagerðargjalda.

5.        Dagverðartunga – Tungusel umsókn um leyfi til að byggja sumarhús

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að byggja sumarhús í landi Tungusels, landi nr. 224562.  Erindinu fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að heimila byggingu sumarhúss í landi Tungusels samkvæmt framlögðum gögnum.

6.        Hlíðarbær

Félagsheimilið Hlíðarbær var auglýst til sölu og var tilboðsfrestur til 15. febrúar s.l. Lögð voru fram tvö tilboð sem bárust þann 15.2.2017,frá Skútabergi ehf og Gullvagninum ehf

Sveitarstjórn samþykkti að hafna báðum tilboðunum.

7.        Heimavist

Umræður fóru fram um framtíðarnýtingu heimavistarálmu Þelamerkurskóla.

8.        Vegvísir skv. bókun 1 í kjarasamningi kennara, staða á vinnu

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála í þeirri vinnu sem í gangi er, en ráðgert er að ljúka vinnunni í maí n.k.

9.        Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar – tillaga um hækkun á framlögum

Lagt fram til kynningar, erindi frá Atvinnuþróunarfélaginu þar sem kynnt er tillaga fyrir næsta aðalfund um hækkun á framlögum sveitarfélaganna til félagsins vegna misgengis á launa- og neysluvísitölu.

10.        Laun kjörinna fulltrúa og nefnda hjá Hörgársveit

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2016, í kjölfar ákvörðunar Kjararáðs, að laun sveitarstjórnar- og nefndarmanna sveitarfélagsins heldust óbreytt að sinni.

Sveitarstjórn samþykkti að halda viðmiðun launa sveitarstjórnar og nefnda áfram við þingfararkaup en lækka prósentur og verða þær eftirfarandi:

Oddviti 12% fast og 2,4% fyrir hvern fund,
aðrir aðalfulltrúar 4% fast og 1,6% fyrir hvern fund.
Formenn nefnda 2,4% fyrir hvern fund,
aðrir nefndarmenn 1,6% fyrir hvern fund.

Þessi ákvörðun tekur gildi 1. nóvember, 2016. 

Hækkun launa sveitarstjórnar og nefnda verður með þessu móti 15,47% í stað rúmlega 44% hækkunar.

11.        Samningur um afritun verndaðra verka

Meðfylgjandi er erindi frá Fjölís þar sem kynntur er samningur um afritun höfundarréttavarins efnis og Hörgársveit boðið að undirrita slíkan samning.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.        Erindi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti – beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi.

Erindið lagt fram.

Sveitarstjórn samþykkti að fela formanni skipulags- og umhverfisnefndar og sveitarstjóra að svara erindinu.

13.        Umsókn um leyfi til að byggja fjós að Syðri-Bægisá

Lögð fram umsókn ásamt uppdrætti vegna óskar um leyfi til fjósbyggingar.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að heimila byggingu á fjósi í landi Syðri-Bægisá samkvæmt framlögðum gögnum.

Helgi Bjarni Steinsson vék af fundi undir þessum lið.

14.        Erindi frá N4, vegna þáttarins „Að norðan“.

Lagt fram erindi frá N4 þar sem sótt er um styrk til þáttagerðar.

Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.

15.        Búland, umsókn um leyfi til að byggja bragga

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að byggja nýjan bragga í landi Búlands á sama stað og eldri braggi er.  Erindinu fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að heimila byggingu bragga í landi Búlands samkvæmt framlögðum gögnum.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17:05