Fundargerð - 22. október 2013

Þriðjudaginn 22. október 2013 kl. 20:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Aðalheiður Eiríksdóttir, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Dysnes, deiliskipulag

Árni Ólafsson, arkitekt, og Hörður Blöndal, hafnastjóri, kynntu frumdrög að skipulagsuppdrætti deiliskipulags fyrir hafnarsvæði og athafnasvæði á Dysnesi. Umræður urðu um frumdrögin.

 

2. Lónsbakki, deiliskipulag

Árni Ólafsson, arkitekt, kynnti nýja afmörkun skipulagssvæðis fyrir deiliskipulag Lónsbakka. Rætt var um stöðu skipulagsvinnunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti afmörkun skipulagssvæðis fyrir deiliskipulag Lónsbakka sbr. þau gögn sem lögð voru fram á fundinum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:30.