Fundargerð - 21. september 2011

Miðvikudaginn 21. september 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Yfirlit yfir rekstur og efnahag

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur og fjárhag Hörgársveitar fyrir tímabilið 1. janúar – 31. ágúst 2011.

 

2. Fjárhagsrammar fastanefnda 2012

Lögð fram drög að fjárhagsrömmum fastanefnda fyrir árið 2012, ásamt drögum að bréfi til fastanefnda hennar. Í drögunum er miðað við að heildarrekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2012 verði 353 millj. kr., rekstrarafgangur verði að lágmarki 8% af skatttekjum og að frá rekstri til framkvæmda verið varið 5 millj. kr.

Sveitarstjórn samþykkti að fjárhagsrammar fastanefnda vegna vinnslu á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012 verði sem hér segir:

·       Félagsmála- og jafnréttisnefnd             18,0 millj. kr.

·       Fræðslunefnd                                    209,0 millj. kr.

·       Menningar- og tómstundanefnd          69,0 millj. kr.

·       Skipulags- og umhverfisnefnd            14,0 millj. kr.

·       Atvinnumálanefnd                                 2,5 millj. kr.

·       Fjallskilanefnd                                       3,0 millj. kr.

 

3. Fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag, 16. maí og 12. september 2011

Fyrri fundargerðin er í fimm liðum og sú síðari er í þremur liðum.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Fundargerð fræðslunefndar, 7. september 2011

Fundargerðin er í þrettán liðum, m.a. um reglur fyrir afgreiðslu ýmissa umsókna, sbr. 24. gr. erindisbréfs fræðslunefndar, um drög að samningi við Akureyrarbæ um ráðgjafarþjónustu við leikskóla og um starfsmannahald í leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur fræðslunefndar um reglur fyrir afgreiðslu umsókna um:

·      veitingu námsvistar fyrir nemendur úr öðrum sveitarfélögum

·      veitingu námsvistar í öðrum sveitarfélögum

·      veitingu leyfa fyrir rannsóknum í skólum

·      veitingu launalauss leyfis

·      veitingu leikskólavistar

·      veitingu leikskólavistar fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum

·      veitingu leikskólavistar í öðru sveitarfélagi,

·      úthlutun tíma vegna sérkennslu í leikskóla

Ennfremur samþykkti sveitarstjórn tillögur fræðslunefndar varðandi samning um ráðgjafarþjónustu í leikskóla og varðandi starfsmannahald í leikskóla. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

5. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs., 12. september 2011

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

 

6. Fundargerð atvinnumálanefndar, 12. september 2011

Fundargerðin er í þremur liðum, um möguleika á stofnun einkahlutafélags um eignarhald og rekstur verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri, um styrkveitingar til eflingar atvinnu og um úrbætur í fjarskiptamálum.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur atvinnumálanefndar um að kannaðir verði möguleikar á stofnun einkahlutafélags um eignarhald og rekstur verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri og að Eyþingi verði falið að knýja á um úrbætur í fjarskiptamálum. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

7. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 7. september 2011

Fundargerðin er í sjö liðum, auk afgreiðslu á 49 umsóknum um starfsleyfi. Sjötti liður hennar er um samþykkt um hundahald í Hörgársveit. Tvær umsóknanna varða Hörgársveit með beinum hætti, þ.e. umsókn Skútabergs ehf. um starfsleyfi fyrir efnisvinnslu og umsókn Huldubúðar um starfsleyfi fyrir verslunarrekstur.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

8. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar, 15. september 2011

Fundargerðin er í fimm liðum, m.a. um málefni Hrauns í Öxnadal ehf., styrktarsamning við Gásakaupstað ses., um umsjón með miðaldadögum á Gásum 2012 og um viðhald félagsheimila.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur menningar- og tómstundanefndar um að tekið verði jákvætt í þátttöku Hörgársveitar í frekari uppbyggingu á Hrauni, enda taki aðrir hluthafar líka þátt í henni, að viðræður fari fram um að Hörgársveit taki að sér umsjón með miðaldadögum á Gásum 2012 og um að kannaðir verði möguleikar á borun eftir neysluvatni fyrir Mela nú í haust og að óskað verði eftir að Leikfélag Hörgdæla sjái um málun salarins á Melum. Samþykkt var að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á boðuðum hluthafafundi Hrauns í Öxnadal ehf. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

9. Snjóhreinsun veturinn 2011-2012

Lögð fram niðurstaða útboðs á snjómokstri og hálkuvörnum veturinn 2011-2012, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 17. ágúst 2011.

Sveitarstjórn samþykkti að samið verði við G. Hjálmarsson hf. um snjóhreinsun og hálkuvarnir á Hjalteyri og Lónsbakka og um snjóhreinsun á Laugalandi og við Sverri Sigurvinsson um snjóhreinsun á Möðruvöllum, á grundvelli fyrirliggjandi tilboða frá viðkomandi aðilum.

 

10. Löggild endurskoðun, verðkönnun

Lagt fram yfirlit um niðurstöðu verðkönnunar sem gerð var á löggildri endurskoðun fyrir sveitarfélagið, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 17. ágúst 2011. Deloitte hf., KPMG hf. og PriceWaterhouseCoopers tóku þátt í könnuninni.

Sveitarstjórn samþykkti að á grundvelli niðurstöðu fyrirliggjandi verðkönnunar verði samið við PriceWaterhouseCoopers um löggilda endurskoðun og reikningsskil sveitarfélagsins fyrir árin 2011-2014.

 

11. Fiskey hf., rekstrarhorfur og hluthafafundur

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 12. september 2011, frá Fiskey hf., þar sem gerð er grein fyrir fyrirtækinu og rekstrarhorfum þess. Þar er ennfremur boðað til hluthafafundar 19. september 2011.

 

12. Varpholt, ný afmörkun lóðar

Lagt fram bréf, dags. 1. september 2011, frá Akureyrarbæ, þar sem óskað er samþykkis fyrir nýrri afmörkun lóðar umhverfis Varpholt í Kræklingahlíð. Hin nýja afmörkun gerir ráð fyrir að lóð hússins verði 13.491,7 m2, hún er nú 180.000 m2.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti nýja afmörkun lóðar fyrir Varpholt.

 

13. Gloppa, afmörkun lóðar

Lagður fram uppdráttur sem afmörkun lóðar fyrir frístundastundahús með gert er ráð fyrir að stofna í landi Gloppu í Öxnadal. Stærð lóðarinnar er 1.067 m2.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti afmörkun lóðar fyrir frístundahús í landi Gloppu.

 

14. Velferðarvaktin, hvatning í upphafi skólaárs

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 1. september 2011, frá velferðarvaktinni, þar sem því er beint til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna í upphaf skólaárs.

 

15. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 19. ágúst 2011, frá iðnaðarráðuneyti, þar sem kynnt er tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.

 

16. Ungmennaráð sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 5. september 2011, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem gerð er grein fyrir ungmennaráðum, sbr. æskulýðslög nr. 70/2007.

 

17. Fundargerð stjórnar Eyþings, 31. maí 2011

Fundargerðin er í fjórtán liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:15.