Fundargerð - 21. mars 2001

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar kom saman til fundar í Hlíðarbæ miðvikudagskvöldið 21. mars 2001. Allir nefndarmenn voru mættir. Auk þeirra voru tveir áheyrnarfulltrúar.

 

 

   1. Fundargerð Hörgárbyggðar frá 21.02 2001 var yfirfarin og samþykkt með smá leiðréttingu. Fundargerð skólanefndar frá 27.02. 2001. Rætt um bréf skólastjóra og ráðskonu skólans um breytingu á fæði í mötuneyti, sem er tekin samkvæmt ábendingu hjúkrunarfræðings og manneldisráðs Íslands. Skólanefnd tók þetta málefni fyrir á fundi 27.02. Meirihluti skólanefndar er hlynntur því að fylgt verði eftir meginstefnu manneldisráðs. Fundargerð bókasafnsnefndar 26.02,var kynnt.

 

   2. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Hörgárbyggðar voru lagðar fram til fyrstu umræðu. Smá lagfæringar voru gerðar. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Hörgárbyggðar verða lagðar fram til samþykktar á næsta fundi.

 

   3. Erindi frá Inger N. Jensen um breytingu á lóðamörkum að Skógarhlíð 43 erindið samþykkt.

 

   4. Beiðni frá Halldóru Vébjörnsdóttur Skógarhlíð 25 Hörgárbyggð um leyfi til reksturs hárgreiðslustofu í bílskúr að Skógarhlíð 25. Sveitarstjórn samþykkir leyfi til reksturs hárgreiðslustofu að uppfylltum skilyrðum vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits.

 

   5.  Gunnar Ólafsson Garðshorni óskar staðfestingu sveitarstjórnar á lóð í landi Garðshorns. Oddvita falið að ganga frá því máli. Afstöðu uppdráttur fylgir.

 

   6.  Sveitarstjórn barst breyttur tillöguuppdráttur ásamt greinargerð um svifbraut í Hlíðarfjalli. Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna svifbrautar.

 

   7.  Bréf dagsett 26. febrúar 2001, frá Magnúsi Leopoldssyni fasteignasala vegna sölu á jörðunum Geirhildargörðum og Fagranesi í Öxnadal. Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt.

 

   8.  Sveitarstjórn barst bréf frá landssíma um símastaura, sem eftir eru í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að kanna þetta mál og ræða við landeigendur þeirra jarða þar sem símastaurar eru.

 

   9.  Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, þar sem lagt er til að 6. gr. laganna breytist, að í stað tölunnar 50 komi talan 1000, sem lágmarkstærð sveitarfélags. Sveitarstjórn mælir gegn samþykkt þessara laga.

 

  10. Sveitarstjórn samþykkir að styrktarlínur og betl verði ekki borgað, nema bréf berist frá viðkomandi félögum.

 

  11. Oddviti lagði fram bréf frá refaveiðimönnum, þeim Þór Jónsteinssyni og Birni Stefánssyni með nöfnum á 30 grenjum.

       Gjald fyrir hvert greni 5.500 kr. skotinn fullorðin dýr 14.000 kr. hvolpar 9.000 kr. hlaupadýr 109.5000 kr. Hjörleifur Halldórsson tekur að sér leit í Öxnadal á sömu kjörum.

 

  12. Sveitarstjórn skipaði í skipulagsnefnd:

   a) Odd Gunnarsson, Helga B Steinsson  og Ármann Búason. Til vara Klæng Stefánsson, Hrein H. Jósavinsson og Hauk Steindórsson

   b) Skipan varafjallskilastjóra Hörgárbyggðar sem er Aðalsteinn H. Hreinsson.

   c) Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að fylgja eftir bréfi frá byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis vestra um ólöglega byggingu geymsluskúrs við bílskúr að Skógarhlíð 35 Hörgárbyggð.

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson, Ármann Búason