Fundargerð - 20. mars 2004

Fundur haldinn 20/3 2004 í stjórn Íþróttamiðstöðvar á Þelamörk. Mættir voru Hjördís Sigursteinsdóttir, Helgi Steinsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Helga Erlingsdóttir og Ármann Búason.

 

1.   Sigurbjörg gerði grein fyrir drögum að samstarfssamningi um rekstur Þelamerkurskóla milli Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. Gerðar voru nokkrar ábendingar um breytingu. Sigurbjörg tekur að sér að koma þeim inn í samninginn, og verður hann síðan lagður fyrir sveitastjórnir til skoðunar og staðfestingar.

2.  Tekinn til skoðunar drög að samstarfssamningi milli Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar um Íþróttamiðstöðina á Þelamörk og starfslýsingu forstöðumanns og starfsmanna. Ábendingar komu fram um breytingar, meðal annars í fundargerð sveitarstjórnar Hörgárbyggðar frá 17/3. 2004. Hjördís tekur að sér að koma breytingunum inn í samningsdrögin.

3.     Hjördís sagði frá því að sveitastjórn Arnarneshrepps vilji biðja Helga Jóhannsson að halda áfram sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar. Hjördís leitaði eftir áliti sveitarstjórnar Hörgárbyggðar. Helgi Steinsson oddviti ætlar að hafa samband við sitt fólk í sveitarstjórn, og láta Hjördísi vita hver afstaða þeirra er.

4.     Sveitarstjóra Hörgárbyggðar og oddvita Arnarneshrepps falið að auglýsa eftir nýjum forstöðumanni við Íþróttarmiðstöðina á Þelamörk. (Ef ekki verða breytingar samanber lið 3).

 

          Fleira ekki bókað.

              Ritari Ármann Búason.