Fundargerð - 20. apríl 2002

Laugardagskvöldið 20.04.2002 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til aukafundar að Dagverðareyri kl. 20:30. Mættir voru Oddur Gunnarsson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Klængur Stefánsson, Sturla Eiðsson, Aðalheiður Eiríksdóttir og Jóna Antonsdóttir.

 

1. Fundargerð Hörgárbyggðar frá 17.04.2002 var yfirfarin, gerðar svo smá orðalagsbreytingar. Fundargerðin samþykkt.

 

2. Fyrir sveitarstjórn Hörgárbyggðar lá ákvörðun Odds Gunnarssonar um að taka ekki sæti sem aðalmaður í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga. Fram kom tillaga um Eirík Sigfússon. Einnig gaf Ármann Búason kost á sér. Kosið var um þessi nöfn. Ármann Búason og Aðalheiður Eiríksdóttir viku af fundi meðan atkvæðagreiðsla fór fram.

Kosning fór þannig:

Eiríkur Sigfússon fékk 1 atkvæði

Auðir seðlar voru 4.

Er því Eiríkur Sigfússon rétt kjörinn aðalmaður í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga til eins árs.

Kosning varamanns til eins ár í Sparisjóð Norðeldinga . Fram kom tillaga um Odd Gunnarsson, einnig gaf Ármann Búason kost á sér. Ámann Búason og Oddur Gunnarsson viku af fundi meðan atkvæðagreiðsla fór fram.

Kosning fór þannig:

Oddur Gunnarssonfékk 3 atkvæði

Auðir seðlar voru 2. Oddur Gunnarsson er því rétt kjörinn varamaður í stjórn Sparisjóðs Norðlendinga.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 22:45.

 

Oddur Gunnarssonog Gígja Snædal buðu sveitarstjórn til dýrindis kaffiveitinga að fundi loknum.

 

 

Fundarritari Helgi B. Steinsson