Fundargerð - 19. september 2001

Miðvikudagskvöldið 19. september 2001 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar að Melum í Hörgárdal. Mættir voru Oddur Gunnarson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Klængur Stefánsson, Sturla Eiðsson, Jóna Antonsdóttir og Aðalheiður Eiríksdóttir. Einn áheyrnarfulltrúi mætti.

 

   1. Fundargerð skólanefndar 22.08 2001 var samþykkt. Fundargerð bygginganefndar frá 04.09 2001 var samþykkt. Sveitarstjórn samþykkti að setja brunahana við sláturhús B. Jensen. Samanber lið 4 í fundargerð bygginganefndar. Fundargerð fjallskilanefndar  Hörgárbyggðar frá 28.08 2001 var rædd. Fundargerðin samþykkt, þar með fellur úr gildi liður 12 í fundargerð Hörgárbyggðar frá 15.08 2001. Fundargerðir fjallskiladeildar Öxnadals frá 23.08 2001, 24.08. 2001 og 03.09 2001 voru samþykktar. Fundargerð Hörgárbyggðar frá 15.08 2001 var samþykkt að undanskildum lið 12. Fundargerð Tónlistaskóla Eyjafjarðar frá 10.09 2001. Fundargerðin rædd og samþykkt. Fundargerðir framkvæmdanefndar frá 12.09 2001 og 17.09 2001. Fundargerðir framkvæmdanefndar samþykktar.

 

   2. Lesið bréf frá íbúðalánasjóði. Samþykkt að sækja um 3 milljónir kr. vegna viðbótarlána. Oddvita falið að kanna með lánveitingu til leiguíbúða.

 

   3. Kaupsamningur vegna jarðanna Engimýri, Fagranes og Geirhildargarða. Sveitarstjórn samþykkti ofangreind aðilaskipti og afsalaði sér forkaupsrétti.

 

   4. Kosinn fulltrúi í sameiginlega barnaverndarnefnd. Samþykkt að kjósa Ragnheiði Gunnbjörnsdóttur Ártröð 1 Eyjafjarðarsveit.

 

   5.  Oddviti kynnti breytingar á lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Þar kemur fram aukinn réttur til húsaleigubóta, sem leiðir til kostnaðarauka sveitarfélagsins.

 

   6.  Kynnt bréf frá Sunn, samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi. Efni: Um vegalagningu og göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

 

   7.  Oddviti kynnti bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi ályktun um vímuefnanotkun.

 

   8.  Rotþrær. Oddviti gerði grein fyrir hvernig verkið hefði gengið. Er nánast að verða lokið. Við Gistiheimilið Lónsá þarf 20.000 lítra þró. Oddviti ræddi um að hafa þróna nokkru stærri, svo tengja mætti við hana íbúðir sem kannski verða byggðar í Skógarhlíð. Sveitarstjórn gaf oddvita jákvætt svar.

 

   9.  Oddviti kynnti stöðu bókhalds íþróttahúss, Þelamerkurskóla og Hörgárbyggðar. Íþróttahús: Rekstur 1999, staða allgóð. Árið 2000 fór að halla undan fæti, staðan um áramót nálægt núlli, þar sem af er árinu 2001 var minni aðsókn að staðnum, mikil kostnaðarhækkun í rekstri, aðallega launakostnaði. Fjármálastjóri fer fram á að eigendur greiði ca. 2.000.000.- Hlutur Hörgárbyggðar 1.300.000 til 1.350.000.- inn í rekstur til að hægt sé að greiða laun og þurrka út yfirdrátt á bankareikningi. Oddviti kynnti stöðu bókhalds Hörgárbyggðar fyrstu átta mánuði ársins 2001. Staða á rekstri Hörgárbyggðar er viðunandi. Oddviti kynnti stöðu bókhalds Þelamerkurskóla fram kom hjá oddvita að reikningar Þelamerkurskóla verði að fullu búnir 24. september. Einnig kom fram að greiðsla fyrir akstur hjá ófaglærðu starfsfólki og kennurum þyrfti að skoða. Málinu vísað til framkvæmdanefndar til úrlausnir.

 

  10. Bréf frá Flugleiðahóteli hf. með verðlagningu á tækjum sem þeir eiga á staðnum að upphæð 520.000.- Flugleiðahótel ætla ekki að reka hótel á staðnum framvegis. Málinu vísað til umræðu milli oddvita Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.

 

  11. Oddviti kynnti bréf frá íbúum í Kræklingahlíð um að lausaganga fjár verði bönnuð í sveitarfélaginu í öðru lagi að sveitarstjórn gangi í það að athuguð verði fjallsgirðing í Kræklingahlíð og gert verði við hana á kostnað eigenda. Sveitarstjórn hafnar banni við lausgöngu fjár. Vísað til framkvæmdanefndar til úrlausnar.

 

Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 00:40.

 

Fundarritarar Helgi B. Steinsson og Ármann Búason