Fundargerð - 19. október 2005

Miðvikudaginn  19. október 2005 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgár-byggðar saman til síns 73. fundar  í Þelamerkurskóla.

Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.  Engir áheyrnarfulltrúar mættu.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

1. Fundargerðir.

a. Héraðsnefndar og stjórnar Minjasafnsins.  Fundargerðir Héraðsráðs nr. 211, 212 og 213. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins frá 6. júní, 7. september, 14. september og 19. september 2005. Framangreindar fundargerði voru lagðar fram til kynningar.

b.  Fundargerð Heilbrigðisnefndar, 84. fundur frá 10. október 2005 lögð fram til kynningar.     

c.  Fundargerð skipulagsnefndar frá 17. október 2005, fundargerðin rædd og afgreidd án athugasemda.

           

2.   Fjármál - fjárhagsáætlun.

Sveitarstjóri fór yfir helstu tölur, að teknu tilliti til þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætluninni það sem af er árinu 2005.

Sveitarstjóri á eftir að ganga endanlega frá áætluninni og mun hún koma með endurskoðaða fjárhagsáætlun 2005 á næsta fund til samþykktar í sveitarstjórn. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar fer fram á að stjórn íþrótta-mannvirkjanna á ÞMS geri samanburð á kostnaðarhækkunum við íþróttamannvirkin milli rekstaráranna 2003, 2004 og 2005, þar sem framlag sveitarfélaganna hefur verið að hækka umtalsvert.

 

3.  Framkvæmdir.

Sveitarstjóri lagði fram helstu punkta um hvaða framkvæmdir eru í sjónmáli á næstu misserum s.s. frágang við Birkihlíð, viðbyggingu við leikskólann, frárennslismál, kaup á byggingalandi, aðalalskipulagsgerð,  fornleifaskráning, deiliskipulag og fl.

 

4.   Byggingaland og annað jarðnæði.

Mikil eftirspurn er eftir lóðum fyrir íbúðarhús og einnig hafa komið fyrirspurnir um lóðir fyrir iðnað.  Lagt er til að landeigendum verði gerð grein fyrir þessari eftirspurn og að sveitarfélagið leiti eftir landi til skipulagningar fyrir íbúðabyggð sem og iðnað.  Tekið verði tillit til aðalskipulagsgerðar við allar ákvarðanir um þessi mál.

 

5.  Ýmis mál.

a) Bréf frá Slökkviliði Akureyrar um úttekt á brunavörnum við leikskólann Álfastein og kemur þar fram að ástandið er gott og einungis þurfi að koma upp yfirlitsmynd af brunaviðvörunarkerfi þ.e. grunnmynd af húsinu og setja upp í anddyri leikskólans. Einnig er á það bent að handslökkvitæki skulu yfirfarin árlega.

b) Sveitarstjóra falið að skoða frárennslismál fyrirtækja í þéttbýlinu með tilliti til umhverfismengunar.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:00