Fundargerð - 19. nóvember 2015

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 63. fundur

 Fundargerð

 

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Jón Þór Benediktsson.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Fundargerð fræðslunefndar frá 16. nóvember 2015

Lögð fram fundargerð 21. fundar frá 16. nóvember 2015 sem er í tíu liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar.

2.        Rekstraryfirlit 30. september 2015.

Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka janúar til september 2015.

3.            Álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2016

Rætt um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2016.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2016 verði óbreytt 14,52%.

4.        Álagningarreglur fasteignagjalda 2016

Rætt um álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2016 og drög að afsláttarreglum fasteignaskatts vegna elli- og örorkulífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall fasteignaskatts fyrir árið 2016 skv. a-lið verði 0,40%, skv. b-lið 1,32% og skv. c-lið 1,40% af fasteignamati. Þá samþykkti sveitarstjórn að 2. gr. gjaldskrár fráveitna í Hörgársveit verði þannig að holræsagjald Fráveitu Hjalteyrar verði 0,18% og ennfremur að vatnsgjald Vatnsveitu Hjalteyrar verði kr. 10.500 á hverja íbúð og hvert frístundahús, að sorphirðugjald heimila verði kr. 48 .000, að sorphirðugjald frístundahúsa verði kr. 15.000,- enda sé þjónusta þar ekki veitt á vetrum, og að sorphirðugjald vegna búrekstrar verði 86 kr. fyrir hverja sauðkind, 520 kr. fyrir hvern nautgrip, 370 kr. fyrir hvert hross og 345 kr. fyrir hvert svín. Framlögð drög að reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti voru samþykkt af sveitarstjórn. Þær gera ráð fyrir að efstu tekjumörk afsláttar fyrir einstaklinga verði kr. 3.940.000 og fyrir samskattaða kr 5.245.000.

5.        Gjaldskrár 2016

Rætt um gjaldskrár fyrir árið 2016.

Sveitarstjórn samþykkti að frá 1. janúar 2016 kosti hver klst. í vistun í Álfasteini 3.430 kr. á mánuði, að fullt fæði í leikskóla kosti 7.575 kr. á mánuði og að mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla verði 630 kr. á dag. Aðrar gjaldskrár varðandi útleigu á húsnæði og húsbúnaði í Þelamerkurskóla hækki í samræmi við áætlaðar hækkanir í fjárhagsáætlun 2016. Afgreiðslu á tillögum um gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar og Hlíðarbæjar frestað til næsta fundar.

6.        Laugaland, breyting á eignarhaldi

Farið yfir stöðu mála.

7.        Lækjarvellir 1, breyting á deiliskipulagi

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Lækjarvelli en breytingin felst í því að byggingarreitur stækkar til vesturs að þjóðvegi um 20 m ásamt því að stækka til austurs um 4 m. Lóðarmörk og skilmálar eru óbreyttir en nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 í 0,31. 

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkti sveitarstjórn breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum Þinghóls.

8.        Umsókn um að staðsetja ferðaþjónustuhús Ytri-Bægisá 2.

Lagt fram erindi frá Stefáni Lárusi Karlssyni þar sem hann óskar heimildar til að staðsetja ferðaþjónustuhús Ytri-Bægisá 2, umsókninni fylgir uppdráttur.

Sveitarstjórn samþykkti umsóknina fyrir sitt leiti, enda liggi fyrir skriflegt samþykki frá eigendum að Ytri-Bægisá 1 og Vegagerðinni.

9.        Greið leið ehf. – hlutafjáraukning

Lagt fram bréf frá Greiðri leið ehf.  dags. 6. nóvember 2015 þar sem boðinn er forkaupsréttur í hlutafjáraukningu félagsins.  Einnig er óskað eftir að hluthafar staðfesti að þeir falli frá forkaupsrétti á 1,1 milljón kr.

Sveitarstjórn samþykkti að nýta forkaupsrétt Hörgársveitar í 38,9 milljón kr. hlutafjáraukningu. Hlutur sveitarfélagsins í aukningunni er 1,33%, eða kr. 518.101,- Sveitarstjórn samþykkti einnig að falla frá forkaupsrétti á 1,1 milljón króna.

10.        Vegagerðin, afrit af bréfum vegna niðurfellingu vega af vegaskrá

Lögð fram afrit af þremur bréfum þar sem Vegagerðin tilkynnir áform um að þrír vegir í sveitarfélagin hafi verið felldir af vegaskrá.

Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar til viðræðu um vegi og vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu.

11.        Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni

Lagt fram erindi frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir fjárstyrk við verkefnið „Bændur græða landið“.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

12.        Samkomulag um breytt staðarmörk Akureyrar og Hörgársveitar

Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi við Akureyri vegna breytinga á sveitarfélagamörkum við Lón.

Sveitarstjórn samþykkti samkomulagið.

13.        Trúnaðarmál.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 17.15