Fundargerð - 19. nóvember 2007

Fundur í leikskólanefnd Hörgárbyggðar 19.11.07

Mættir voru: Bragi Konráðsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, Líney Diðriksdóttir og Stella Sverrisdóttir.

 

Dagskrá:

1. Endurskoðun gildandi dvalarsamnings

Dvalarsamningurinn yfirlesinn og gerðar tillögur um breytingar sem lagðar verða svo fyrir sveitarstjórn.

 

2. Barngildi og starfshlutfall starfsfólks

Leikskólastjóri lagði fram upplýsingar um vinnuhlutfall starfsmanna, fjölda barna, sérkennslu, undirbúningstíma og veikindaafleysingu. Fjöldi barna passar við þrjár stöður á deild, sérkennslan er 125% staða og staða matráðar er 56%. Starfshlutfall afleysinga vegna undirbúningstíma leikskólakennara og veikinda starfsmanna er 75%. Lagt fyrir sveitarstjórn til kynningar.

 

3. Bókhald 2007

Útgjöld janúar-nóvember liggja fyrir og hægt að bera saman við fjárhagsáætlun ársins. Útkoman er nokkuð góð og líklegt að áætlun standist í megindráttum.

 

4. Óskir og þarfir vegna fjárhagsáætlunar 2008

Leikskólastjóri lagði fram óskalista um bæði leikföng, öryggistæki, eldhústæki og húsbúnað.

 

Dagskrá tæmd og fundi slitið.