Fundargerð - 19. mars 2015

Fimmtudaginn 19. mars 2015 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Jón Þór Benediktsson.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson.

 

Þetta gerðist:

 

1.  Ársreikningur sveitarsjóðs 2014, fyrri umræða

Lagður fram ársreikningur sveitarsjóðs fyrir árið 2014. Skv. ársreikningnum urðu rekstrartekjur sveitarsjóðs alls 482,4 millj. kr. og rekstrargjöld 481,6 millj. kr. á árinu 2014. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 4,5 millj. kr. Heildarrekstrarniðurstaða sveitarsjóðs á árinu varð því neikvæð upp á 3,8 millj. kr. Eigið fé í árslok er kr. 497,4 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 28,1 millj. kr. Handbært fé í árslok var 12,1 millj. kr. og lækkaði um 6,3 millj. kr. milli ára.

Aðalheiður Eiríksdóttir og Rúnar Bjarnason frá PriceWaterhouseCoopers komu á fundinn, fóru yfir ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum um hann.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa ársreikningi sveitarsjóðs fyrir árið 2014 til síðari umræðu.

 

2.  Fundargerðir heilbrigðisnefndar 14. janúar og 4. febrúar 2015

Fyrri fundargerðin er í þremur liðum, þar á meðal er afgreiðsla á sex umsóknum um starfsleyfum. Seinni fundargerðin er í sjö liðum, auk þriggja umsagna um skipulagstillögur og afgreiðsla á sjö umsóknum um starfsleyfi. Þar er afgreiðsla á umsögn um starfsleyfi fyrir heimagistingu að Auðnum 1 og umfjöllun um umsókn um starfsleyfi fyrir efnisvinnslu á Moldhaugahálsi. Nefndin samþykkti að sú umsókn færi í auglýsingaferli. Að öðru leyti varða fundargerðirnar ekki Hörgársveit með beinum hætti.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3.  Fundargerð fræðslunefndar 10. febrúar 2015

Fundargerðin er í átta liðum. Þar eru tvær tillögur til sveitarstjórnar:

a)    Í 7.lið, um viðbrögð við eldvarnaskýrslu fyrir Þelamerkurskóla og lá fyrir fundinum greinargerð frá skólastjóra um viðbrögð.

Sveitarstjórn samþykkti að unnið verði að viðbröðum við fyrirliggjandi eldvarnarskýrslu í samræmi við framlagða greinargerð og tilboð sem fyrir liggja.

b)    Í 8 lið, um framhald framkvæmda við skólann.  

Sveitarstjórn samþykkti að unnið verði áfram að málinu í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir og leitað verði til hönnunaraðila um hönnun framkvæmda og kostnaðarmat.

4.        Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 11. febrúar 2015

Fundargerðin er í átta liðum. Þar eru fimm tillögur til sveitarstjórnar:

a)    Í 3.lið um umsögn um frummatsskýrslu vegna efnistöku úr Hörgá.

Sveitarstjórn samþykkti að af hálfu sveitarfélagsins verði ekki gerð athugasemd við framlagða frummatsskýrslu umhverfismats fyrir efnistöku úr Hörgá.

b)    Í 4.lið um frístundalóð á Skipalóni.

Sveitarstjórn samþykktiað veitt verði heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Skipalóni skv. framlögðum gögnum.

c)    Í 5.lið um tillögu að aðalskipulagi.

Sveitarstjórn samþykktiað  tillaga að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 verði kynnt íbúum sveitarfélagsins sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði almennur kynningarfundur fyrir íbúa miðvikudaginn 8. apríl nk. í Hlíðarbæ.

d)    Í 6.lið um drög að matsáætlun fyrir sjókvíaeldi á laxi.

Sveitarstjórn samþykkti að leggjast gegn því að sjókvíaeldi á laxi verði stundað  á móts við Dysnes, eins og gert er ráð fyrir í framlögðum gögnum, þar sem svæðið er ætlað í annað samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

e)    Í 7.lið um frístundalóð á Þverá.

Sveitarstjórn samþykkti að veitt verði heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Þverá skv. framlögðum gögnum.

 

5. Byggðasamlag um skipulags- og byggingafulltrúaembætti, samþykktir

Lögð fram fundargerð stofnfundar byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingafulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp, sem haldinn var 13. febrúar 2015. Einnig lagðar fram  samþykktir fyrir byggðasamlagið, sem afgreiddar voru á stofnfundinum.

Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti samþykktir byggðasamlagsins.

 

6. Laugaland, breyting á eignarhaldi

Lögð fram bréf, dags. 12. febrúar 2015, frá Legati Jóns Sigurðssonar og bréf dags. 25. febrúar 2015, frá Norðurorku hf. um breytt eignarhald á jörðinni Laugalandi, sbr. samþykkt sveitarstjórnarinnar 12. febrúar 2015.

Sveitarstjórn samþykkti að málið verði áfram í vinnslu.

 

7. GáF ehf., hlutafjáraukning

Lögð fram fundargerð hluthafafundar Gáf ehf., sem haldinn var 11. mars 2015. Þar er lagt til að núverandi hluthafar auki hluti sína í félaginu, auk þess að atvinnuþróunarfélögin kaupi hluti í því. Í framhaldi af því er ráðgert að viðkomandi sveitarfélög afhendi atvinnuþróunarfélögunum hluti sína í félaginu.

Sveitarstjórn samþykkti hlutafjáraukningu að upphæð kr. 150.000,- og að afsala jafnframt öllu hlutafé Hörgársveitar í GáF ehf, kt. 550612-1190, til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf í jöfnum hlutföllum. Hlutafénu er afsalað án endurgjalds.

 

8. Lækjarvellir 2, fyrirspurn um lóð

Lagt fram tölvubréf, dags. 13.mars 2015 þar sem Íslenska Gámafélagið ehf. spyrst fyrir um lóðina Lækjarvelli 2.

Sveitarstjórn samþykkti að taka jákvætt í erindið og rætt verði frekar við bréfritara um málið.

 

9.  Samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi

Lögð fram fundargerð fundar um samstarfs í úrgangsmálum á Norðurlandi, sem haldinn var 11. febrúar 2015. Í henni er tillaga um að settur verði á fót starfshópur til að ræða við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málaflokknum.

Sveitarstjórn samþykkti að fulltrúi Eyfirðinga í vinnuhópnum verði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.

 

10.  Skólaakstur

Rætt um tilhögun skólaaksturs.

Málið verður áfram til umræðu á næsta fundi.

 

11. Fráveita Hjalteyrar, endurbætur

Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á Fráveitu Hjalteyrar, sem miða því að nýta sömu útrás fyrir alla fráveituna í stað tveggja eins og nú er. Áætlaður kostnaður er 7,5 millj. kr. Jafnframt var lögð fram kostnaðuráætlun vegna frárennslis og vatnslögn frá stofnæð og inn í verbúðir við Búðagötu á Hjalteyri.  Sá kostnaður er áætlaður kr. 1,8 millj. kr.

Sveitarstjórn samþykkti að hefja nauðsynlegar framkvæmdir við fráveitu á Hjalteyri.  Áætlaður kostnaður altt að 6 millj.kr. verði tekinn af framkvæmdafé fjárhagsáætlunar 2015.

 

12. Sjóvarnargarður á Hjalteyri

Lögð fram drög að umsókn til Vegagerðarinnar um að sjóvarnargarður sunnan við höfnina á Hjalteyri verði endurbættur. Áætlaður kostnaður er um 3 millj. kr., hlutdeild sveitarfélagsins í kostnaðinum er ca. 300 þús.kr.

Sveitarstjórn samþykkti að senda umsókn til Vegagerðarinnar og mæta kostnaðar hlutdeild sveitarfélagsins  Áætlaður kostnaður ca. 300 þús. kr. verði tekinn af framkvæmdafé fjárhagsáætlunar 2015.

 

13.  Norðurorka hf., aðalfundarboð

Lagt fram fundarboð aðalfundar Norðurorku hf sem haldinn verður 27. mars nk.

Sveitarstjórn samþykkti að Axel Grettisson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Norðurorku hf.

 

14.  Hjalteyri ehf., aðalfundarboð

Lagt fram fundarboð aðalfundar Hjalteyrar ehf sem haldinn verður 26. mars nk.

Sveitarstjórn samþykkti að Jón Þór Benediktsson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Hjalteyrar ehf.

 

15. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, styrktarsjóður

Lagt fram bréf, dags. 12. febúar 2015, frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem gerð er grein fyrir styrktarsjóði félagsins.

Lagt fram til kynningar.

 

16. Endurnýjun á rekstrarleyfi

Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistinga á Gistiheimilinu Pétursborg.

Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir sitt leyti.

 

17.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 18:50