Fundargerð - 19. júní 2017

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar

 

10. fundur

 

Fundargerð

 

 

Mánudaginn 19. júní 2017 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

 

Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Sigríður Guðmundsdóttir og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir í atvinnu- og menningarmálanefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

1.        Sæludagurinn 2017

Á fundinn mættu Jón Þór Brynjarsson og Hrafndís Bára Einarsdóttir til umræðna um fyrirkomulag Sæludagsins og dagskrá hans. Ákveðið var að Hrafndís fari yfir hugmyndir að dagskrá og fyrirkomulag Sæludagsins með það í huga að taka að sér verkefnastjórn.

 

 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:40