Fundargerð - 19. júní 2013

Miðvikudaginn 19. júní2013 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Hlíðarbæ.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason og Jón Þór Benediktsson.

Fundarritari: Hjalti Jóhannesson.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 12. júní 2013.

Samkvæmt lögfræðiáliti sem sveitarfélagið fékk lögfræðistofuna Pacta til að gera og fékk í hendur 13. júní eru fjórir sveitarstjórnarmenn vanhæfir til að fjalla frekar um málefni Blöndulínu 3. Eftirfarandi sveitarstjórnamaður lýsir yfir vanhæfi sínu til að fjalla um 1. lið fundargerðarinnar; Hanna Rósa Sveinsdóttir, sveitarstjórn samþykkti vanhæfið. Eftirfarandi sveitarstjórnamaður lýsir yfir vanhæfi sínu til að fjalla um 1. lið fundargerðarinnar; Helgi Þór Helgason, sveitarstjórn samþykkti vanhæfið. Eftirfarandi sveitarstjórnamaður lýsir yfir vanhæfi sínu til að fjalla um 1. lið fundargerðarinnar; Helgi Steinsson, sveitarstjórn samþykkti vanhæfið. Eftirfarandi sveitarstjórnamaður lýsir yfir vanhæfi sínu til að fjalla um 1. lið fundargerðarinnar; Sunna Hlín Jóhannesdóttir sem ekki er á fundinum en hefur lýst yfir vanhæfi sínu, sveitarstjórn samþykkti vanhæfið.   Samkvæmt álitinu þarf að taka upp að nýju þá þætti málsins sem ofangreindir sveitarstjórnarmenn hafa komið að án aðkomu þeirra. Þar með þarf að taka upp 1. lið ofangreindrar fundargerðar að nýju. Fundargerðin er í níu liðum. Sex annarra liða gefa tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar, þ.e. 3. Fagravík, grenndarkynning, bæta við 32 fm. frístundahúsi, 5. Dagur íslenskar náttúru, 6. Skógarhlíð 17, breikkun á bílastæði, 7. Gamli barnaskólinn Hjalteyri, bílgeymsla, 8. Eyðing skógarkerfils og 9. Hlaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar.

Sveitarstjórn samþykkti 3. lið fundargerðarinnar, þ.e. að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og að erindinu sé vísað til grenndarkynningar meðal íbúa Pétursborgar. Sveitarstjórn vekur athygli á að bráðabirgðaleyfi fyrir gám á mörkum deiliskipulagssvæðis, norðan Pétursborgar, er útrunnið og ber að fjarlægja hann. Sveitarstjórn samþykkti 5. lið fundargerðarinnar, þ.e. að Hörgársveit haldi hátíðlegan Dag íslenskrar náttúru. Sveitarstjórn samþykkti að vísa 6. lið fundargerðarinnar til deiliskipulagsgerðar Lónsbakka. Sveitarstjórn samþykkti 7. lið, þ.e. að umsækjandi láti vinna deiliskipulag á lóð gamla barnaskólans á Hjalteyri í samræmi við Skipulagslög nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkti 8. lið þ.e. að unnið verði að eyðingu skógarkerfils með svipuðum hætti og árið 2012 og fyrirkomulagið auglýst í fréttabréfi. Sveitarstjórn samþykkti 9. lið fundargerðarinnar þ.e. að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar.

 

2. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar 4. júní 2013.

Fundargerðin er í fimm liðum. Tveir þessara liða gefa tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar, 1. Verklag við styrkbeiðnir og styrkveitingar og 2. Stefna í menningarmálum á starfssvæði Eyþings 2013-2020.

Sveitarstjórn samþykkti 1. lið þ.e. að rétt sé að sveitarfélagið styrki fyrst og fremst starfsemi frjálsra félaga en síðan sé það ákvörðun viðkomandi félaga með hvaða hætti þau styrki sína iðkendur eða félagsmenn. Sveitarstjóra var falið að útfæra nánar verklagsreglur. Sveitarstjórn samþykkti 2. lið þ.e. að menningar- og tómstunda­nefnd hefji undirbúning að mótun menningarstefnu fyrir Hörgársveit. Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnar.

 

Helgi Steinsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

3. Starfshópur um húsnæðismál Þelamerkurskóla.

Á fundi sveitarsjórnar 20. mars 2013 var samþykkt að Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Sunna H. Jóhannesdóttir mynduðu starfshóp til að undirbúið verði útboð á hönnun þeirra viðhaldsverkefna sem fyrirliggjandi úttekt á húsnæði Þelamerkurskóla kveður á um. Starfshópurinn hefur komið saman til að ræða verklag við vinnu sína og voru hugmyndir að því ræddar.

Sveitarstjórn samþykkir að starfshópurinn kalli skólastjóra Þelamerkurskóla, leikskólastjóra Álfasteins og fulltrúa foreldrafélaga skólanna tveggja til samráðs við áframhaldandi vinnu hópsins þar sem m.a. verði horft til mögulegra breytinga á fyrirkomulagi skólamála í sveitarfélaginu samhliða endurbótum á húsnæði Þelamerkurskóla.

 

4. Sveitarstjórnarskrifstofa, hugmyndir um tilfærslu.

Komið hafa fram hugmyndir um að færa skrifstofu sveitarfélagsins til innan húsnæðis Þelamerkurskóla þ.e. í rými syðst á 2. hæð í B-álmu til að bæta aðstöðu starfsmanna og  annarra auk þess gera skrifstofuna aðgengilegri og sýnilegri.

Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa sveitarfélagsins verði flutt á þennan stað sumarið 2013, með lágmarkstilkostnaði.

 

5. Samþykkt um stjórn Hörgársveitar.

Borist hefur frá innanríkisráðuneytinu tölvupóstur dags. 22. maí 2013 ásamt yfirfarinni samþykkt um sjórn Hörgársveitar. Gerðar eru nokkrar athugasemdir og tillögur til breytinga.

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og senda ráðuneytinu til staðfestingar.

 

6. Þelamerkurskóli, eftirfylgni með úttekt.

Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu 3. júní 2013 þar sem óskað er eftir upplýsingum um úrbætur í kjölfarið á umbótaráætlun sveitarfélagsins og skólans á skólaárinu 2012-2013. Skólastjóra hefur verið falið að svara erindinu.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Dagverðareyri, umsókn um stofnun nýs lögbýlis á landspildu úr landi jarðarinnar.

Lagt fram bréf frá Gígju Snædal o.fl. dags. 9. júní 2013 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun nýs lögbýlis á landspildu 221364 úr landi Dagverðareyrar.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að stofnað sé nýtt lögbýli á landspildu 221364 úr landi Dagverðareyrar.

 

8. Ályktun vegna áhrifa slæms tíðarfars á landbúnað í sveitarfélaginu.

Vorið 2013 urðu margir bændur í Hörgársveit fyrir miklum fjárhagslegum skaða vegna óvenju mikils kals í túnum, sérstaklega bændur í Öxnadal og Hörgárdal þar sem stór hluti túna á mörgum bæjum var ónýtur.  Kom þetta áfall í kjölfar langs vetrar og mikilla þurrka á síðastliðnu sumri. Þannig lagðist á eitt langur gjafatími búfjár og óvenju lítill heyfengur eftir síðasta sumar. Urðu því margir að kaupa sér hey í vor. Eðlilegt er við þessar aðstæður að bændur þurfi ekki einir að bera þetta tjón heldur komi Bjargráðasjóður eða önnur samfélagsstofnun með framlög til bænda sem verst urðu úti.  Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins mat tjón hjá bændum í vor auk þess sem hægt er að leggja fram gögn um áfallinn kostnað til að meta tjónið.

Sveitarstjórn Hörgársveitar hvetur stjórnvöld til að taka á þessum vanda með bændum þar sem hér er um að ræða mjög óeðlilegar aðstæður, hamfarir, sem eru einstaka bændum þungur baggi.

 

9. Hagaganga, leyfisveitingar.

Tíu umsóknir um hagagöngu bárust skv. nýjum vinnureglum sem samþykktar voru á fundi sveitarstjórnar 15. maí 2013 og voru þær allar samþykktar í kjölfar lauslegrar úttektar fulltrúa Landgræðslunnar 4. júní síðastliðinn.

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir umsóknir.

 

10. Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31. maí 2013 þar sem eru leiðbeiningar um það nýmæli í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 að gera skuli viðauka við fjárhags­áætlun ef þörf er á að víkja frá upphaflegri fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. maí 2013 þar sem kemur fram að nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu verða veitt í þriðja sinn 29. janúar 2014. Óskað er eftir formlegum tilnefningum vegna verðlaunanna fyrir 1. nóvember 2013.

Lagt fram til kynningar.

 

12. Friðarhlaup.

Torfi Leósson, sem er að skipuleggja friðarhlaup umhverfis landið áformar að hlaupið verði um Hörgársveit þann 1. júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir að plantað verði tré í Jónasarlundi af því tilefni og að það merkt þessum viðburði. Áformað er að nokkrir hlauparar úr sveitarfélaginu muni hlaupa til móts við friðarhlauparana.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Styrktarsjóður EBÍ 2013.

Bréf frá Styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 11. júní 2013 þar sem fram kemur að aðildarsveitarfélög geta sótt um styrk til sérstakra framfaraverkefna. Umsóknar­frestur er til loka ágúst.

Sveitarstjórn samþykkti að sótt verði um styrk til verkefnis sem fellur að markmiðum sjóðsins.

 

14. Greið leið, aðalfundarboð.

Bréf frá Greiðri leið ehf. dags. 11. júní 2013 þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 28. júní næstkomandi.

Sveitarstjórn samþykkti að sveitarstjóri fari með atkvæði Hörgársveitar á aðalfundinum.

 

15. Akureyrarbær, aðalskipulagsbreyting; hafnarsvæði, reiðleiðir og Hesjuvellir.

Bréf frá Akureyrarbæ dags. 11. júní 2013 þar sem beðið er um umsögn um breytingu á aðalskipulagi sem varðar breytta afmörkun hafnarsvæða, breyttar reiðleiðir þar sem meiri aðgreining er milli reiðmanna og gangadi eða hjólandi umferðar ásamt því að tryggð er tenging við Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit. Þá er afmarkað svæði fyrir íbúðarhús að Hesjuvöllum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu að aðalskipulags­breytingu Akureyrarbæjar.

 

16. Umsögn um drög að samþykkt um búfjárhald í Hörgársveit.

Tölvubréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 14. júní 2013 þar sem ráðuneytið hefur gert tilteknar lagfæringar á drögunum og einnig fylgir ljósrit af umsögn Bændasamtaka Íslands dags. 15. apríl 2013.

Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og senda ráðuneytinu til staðfestingar.

 

17. Trúnaðarmál.

 

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:25.