Fundargerð - 18. júní 2009

Fimmtudaginn 18. júní 2009 kl. 11:40 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Starfsmannamál

Gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á starfsmannahaldi í mötuneyti næsta vetur.

Að loknum umræðum samþykkti framkvæmdanefndin þær breytingar sem gerð er tillaga um.

 

2. Ráðstöfun íbúða

Gerð grein fyrir stöðu mála í útleigu íbúða í skólanum. Ákveðið var að auglýsa þær íbúðir sem eru lausar.

 

3. Brunavarnir

Lagt fram bréf, dags. 29. maí 2009, frá eldvarnaeftirlitinu um skoðun á ástandi brunavarna Þelamerkurskóla.

Efni bréfsins var vísað til skólastjórnenda til athugunar.

 

4. Skráning bókasafns

Gerð grein fyrir hugmynd um skráningu á bókasafni skólans, sem m.a. gengur út á að  koma því inn í skráningarkerfið Gegni.

Ákveðið að hugmyndin verði skoðuð nánar með það í huga að hún komi til framkvæmda.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 12:40