Fundargerð - 18. janúar 2016

Skipulags- og umhverfisnefnd HörgársveitarS

40. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 18. janúar 2016 kl. 10:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd ásamt Ómari Ívarssyni skipulagsfulltrúa og Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra.

Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.

Þetta gerðist:

1.            Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024

Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024 hefur verið staðfest. Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti aðalskipulagið 9. desember 2015 og staðfesti Skipulagsstofnun það 17. desember 2015.  Þann 11. janúar 2016 var aðalskipulagið síðan auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagið er aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

2.            Deiliskipulag Dysnes

Farið var yfir innkomnar umsagnir og athugasemdir og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.            Deiliskipulag Hjalteyri

Skipulagslýsing hefur verið auglýst og bárust fjórar athugasemdir og umsagnir frá:

1.       Norðurorku

2.       Minjastofnun Íslands

3.       Skipulagsstofnun

4.       Guðbirni Þór Ævarssyni

Árni Ólafsson arkitekt og skipulagshöfundur fór yfir málið með nefndinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vísa umsögnum og athugasemdum til vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Hjalteyri.

4.            Deiliskipulag Lónsbakka

Skipulagshöfundar Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir fóru yfir þá vinnu sem fram hefur farið varðandi deiliskipulagið.

5.            Erindi Skipulagsstofnunar ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki (Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir)

Lagt fram bréf, ásamt fylgigögnum, sem barst frá Skipulagsstofnun varðandi umhverfismat, sameiginlegt eða ekki, fyrir Sprengisandslínu og óskað umsagnar Hörgársveitar um málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að skilyrði um sameiginlegt umhverfismat séu ekki uppfyllt og leggur til við sveitarstjórn að mæla ekki með sameiginlegu mati enda hefur Blöndulína 3 þegar farið í umhverfismat og því er ekki ástæða til þess að meta umhverfisáhrif hennar að nýju.

6.            Umhverfisverðlaun 2015

Nefndin ákvað hverjir muni fá umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2015. 

7.            Frárennslismál

Farið var yfir ástand frárennslis- og starfsleyfismál  í sveitarfélaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekar úrbætur og reglubundna vöktun er varðar frárennslismál. Þá ítrekar nefndin nauðsyn þess að starsleyfismál leyfisskyldrar starfsemi verði yfirfarin og í lagi.

8.            Sorphirðumál

Talsvert hefur verið um kvartanir vegna sorphirðumála undanfarið og var farið yfir þau mál.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur þessar kvartanir alvarlega og ítrekar úrbætur í sorðhirðumálum og væntir þess að verktaki geri þær lagfæringar sem lofað hefur verið.

9.            Umhverfisdagur í sveitarfélaginu

Rætt var um að hafa umhverfisdag þar sem íbúar væru hvattir til að aðstoða við tiltekt meðfram vegum og bújörðum og haldin verði í tengslum við hann kynning og hvatning til bættrar umgengni og átaks í umhverfismálum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að halda slíkan umhverfisdag laugardaginn 28. maí n.k.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 12:35