Fundargerð - 17. september 2015

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

61. fundur

 

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 18:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir, Jóhanna María Oddsdóttir, Jón Þór Benediktsson og María Albína Tryggvadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.    Fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 24. júní og 2. september 2015

Í fundargerðunum eru 4 atriðið er varða Hörgársveit beint í umsóknum um starfsleyfi.  Í 7. lið í fundargerð frá 24. júní afgreiðsla á starfsleyfi á rekstri gistiheimilis Engimýri. Í 11. lið í fundargerð frá 24. júní afgreiðsla á starfsleyfi fyrir Gistiheimilið Lónsá. Í 1. lið í fundargerð frá 24. júní afgreiðsla á starfsleyfi fyrir tjaldsvæði Lónsbakka. Loks í 14. lið í fundargerð frá 2. sept. afgreiðsla á starfsleyfi um heimagistingu í Litla-Dunhaga.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

2.        Skipulagsfulltrúi

Eftir fund oddvita og sveitarstjóra með oddvitum og sveitarstjórum annarra sveitarfélaga er ljóst að ekkert verður af starfsemi skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar að þessu sinni.

Sveitarstjórn samþykkti að halda áfram í samstarfi um sameiginlegan byggingarfullrúa Eyjafjarðarsvæðis og samþykkti að leitað verði tímabundinna lausna með þjónustu skipulagsfulltrúa í verktöku.

3.        Viðauki 01 við fjárhagsáætlun 2015.

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015, sem hefur auðkennið 01/2015.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015, sem hefur auðkennið 01/2015, og gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 3.272 þús.kr. og handbært fé í árslok verði 21.176 þús. kr.

4.        Fjárhagsáætlun 2016

Kynnt var vinna við fjárhagsáætlun 2016 í framhaldi af vinnufundi sveitarstjórnar 29. ágúst sl. og farið yfir forsendur og uppfært tímaplan.

Sveitarstjórn samþykkti að við framhald fjárhagsáætlunarvinnu 2016 verði notaðar þær forsendur sem kynntar voru á fundinum.

5.        Fyrirhugaðar framkvæmdir við skóla og skrifstofu og ráðstöfun heimavistarálmu.

Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og tilhögun þeirra.

Sveitarstjórn samþykkti að skipa framkvæmdanefnd sem skipuð er oddvita, sveitarstjóra, skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og starfsmanni þjónustumiðstöðvar og er nefndinni falið að hafa yfirumsjón með framkvæmdunum og koma með tillögur að ráðstöfun heimavistarálmu að framkvæmdum loknum.

6.            Bitrugerði, landskipti

Lögð fram afstöðumynd sem sýnir afmörkun á landspildu, 5,37 ha að stærð, sem fyrirhugað er að taka undan jörðinni Bitrugerði. Óskað er eftir umsögn um landskiptin, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti þau landskipti í Bitrugerði, sem lýst er í framlögðum gögnum.

7.        Landspilda úr landi Bitrugerðis - kaupsamningur

Lögð fram drög af kaupsamningi vegna kaupa sveitarfélagsins á landspildu nr. 223515 úr landi Bitrugerðis.

Sveitarstjórn samþykkti kaupsamninginn með fyrirvara um staðfestingu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á skiptingu jarðarinnar Bitrugerði og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.        Verbúðalóðir Hjalteyri

Lagðar fram tvær umsóknir um tvær verbúðalóðir Hjalteyri, Búðagötu 33 og 35. Lóðunum við Búðagötu 31-35 hafði verið úthlutað á 55. fundi þann 12. febrúar 2015, en hefur verið skilað inn aftur.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Sigríði Ingibjörgu Seit kt. 050157-4909 verbúða-lóðinni nr. 33 við Búðagötu og Jóni Jóhannssyni kt. 290853-7299 og Kristínu Agnarsdóttur kt. 041051-4859 verbúðalóðinni nr. 35 við Búðagötu.

9.        Frístundahúsalóðir Hjalteyri

Lagðar fram tvær umsóknir um tvær frístundahúsalóðir nr. 1 og 3 í Grímstaðabyggð.

Sveitarstjórn samþykkti að úthluta frístundahúsalóðinni nr. 1 í Grímstaðabyggð við Arnarholtsveg Hjalteyri til fyrirtækisins Tuttugasta og fyrsta öldin ehf kt. 430701-2660 og frístundahúsalóðinni nr. 3 í Grímstaðabyggð við Arnarholtsveg Hjalteyri til Valgerðar Brynjarsdóttur kt. 220266-4359.

10.        Verksmiðjan Hjalteyri – endurnýjun á samkomulagi um rekstrarstyrk

Lögð fram umsókn um áframhaldandi samning og drög að samkomulagi.

Sveitarstjórn samþykkti samninginn sem gildir fyrir árið 2016.

11.        Þurrkhjallur Hjalteyri – umsókn

Lögð fram umsókn frá Rúnari Gústafssyni kt. 280158-4109 um að fá að reisa þurrkhjall á Hjalteyri samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.

Sveitarstjórn samþykkti að veita stöðuleyfi til eins árs fyrir þurrkhjallinn enda verði hann staðsettur að hámarki í 1 meters fjarlægð frá þeim hjalli sem umsækjandi er með fyrir.

12.        Flugklasinn Air 66N

Lögð fram umsókn þar sem fyrir hönd klasans er óskað er eftir að sveitarfélagið hafi aðkomu að verkefninu áfram með fjárframlagi.

Sveitarstjórn samþykkti að veita til verkefnisins kr. 300 á íbúa vegna ársins 2016.

13.        Hamar á Þelamörk – umsókn um breytingu á skráningu fasteignar

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar til að breyting verði gerð á skráningu fasteignar í landi Hamars á Þelamörk nr. 178-648 úr sumarbústað í íbúðarhús.

Sveitarstjórn samþykkti beiðnina fyrir sitt leyti.

14.        Snjóhreinsun veturinn 2015-2106

Rætt um gerð samninga um snjóhreinsun á Hjalteyri, Laugalandi, Lónsbakka og Möðruvöllum.

Sveitarstjórn samþykkti að leitað verði eftir samningum um snjóhreinsun, veturinn 2015-2016 við sömu aðila og önnuðust þá á síðasta vetri.

15.        Kosning fulltrúa á aðalfund Eyþings

Sveitarstjórn samþykkti að Snorri Finnlaugsson verði fulltrúi Hörgársveitar á aðalfundiEyþings í stað Guðmundar Sigvaldasonar.

16.        Þorrablót 2016, styrkbeiðni

Lagt fram erindi frá þorrablótsnefnd, þar sem óskað er eftir styrk til niðurgreiðslu á húsaleigu vegna þorrablóts 2016.

Sveitarstjórn samþykkti að farið verði yfir málið og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

17.    Auglýsing um starfsleyfistillögu fyrir efnisnám og geymlsusvæði Skútum/Mold-haugum.

Sveitarstjórn Hörgársveitar sendi Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra athugasemd við auglýsta starfsleyfistillögu og gerði athugasemd við hversu víðtæk hún var og telur að starfsleyfið verði að einskorðast við þá starfsemi sem rúmast innan samþykkts deiliskipulags svæðisins.

Sveitarstjórn ítrekar að ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir safn eða safngripi á Skútum/Moldhaugum og því getur starfsleyfi ekki náð til þeirrar starfsemi.

18.        Trúnaðarmál.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 21.30