Fundargerð - 17. október 2005

Fundur í skipulagsnefnd haldin mánudaginn 17. október 2005 kl: 20:00 í Þelamerkurskóla. Mættir voru Hermann Harðarsson, Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, ásamt  oddvita Helga Steinssyni og sveitarstjóra Helgu Erlingsdóttur.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir

 

Mál sem eru á dagskrá:

1) Ítarlegri grenndarkynning vegna bygginga Auðbjörns Kristinssonar

2) Breytingar á húsnæði Ólafs Gíslasonar í Eyrarvík

3) Lóð - staðsetning á húsi á Syðra - Brennihóli, umsókn Guðmundar Hansen.

4) Fundur um aðalskipulag

5) Önnur mál

 

1)   Ítarlegri grenndarkynning vegna bygginga Auðbjörns Kristinssonar.

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að byggð verði þriggja íbúða hús á lóðum nr. 12 og 14 við Skógarhlíð, tvær íbúðir á neðri hæð og ein á efri hæð, auk þess sem lóðirnar nái að götu.  Breytingin þarfnast ekki  stækkunar á byggingareit. Um er að ræða minni háttar breytingu á samþykktu deiliskipulagi.

Þar sem næstu nágrannar  við Skógarhlíð 12 og 14 skrifuðu ekki undir óformlega grenndarkynningu var ákveðið á fundi  í sveitarstjórn Hörgárbyggðar 6. október sl. að fara í formlega grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingu þríbýlishúsa í Skógarhlíð 12 og 14.

Í grenndarkynningunni er næstu nágrönnum í götunni kynntar þessar breytingar sbr. meðfylgjandi uppdrátt frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti útsend gögn vegna grenndarkynningarinnar en harmar jafnframt að til hennar hafi þurfi að koma, þar sem öllum íbúum Hörgárbyggðar hljóti að vera það kappsmál að fjölga íbúum í sveitarfélaginu og það verði ekki gert nema með auknum byggingaframkvæmdum.

 

2)   Breytingar á húsnæði Ólafs Gíslasonar í Eyrarvík.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta notkun á nefndu húsnæði í Eyrarvík þ.e. úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði, með þeim fyrirvara að bygginganefnd og sveitarstjórn samþykki erindið og að íbúðarhúsnæðið standist öll lög og reglugerðir sem til þarf um íbúðarhúsnæði.

 

3)   Lóð - staðsetning á húsi á Syðra - Brennihóli, umsókn Guðmundar Hansen og Stefaníu Stefánsdóttur.

Vinna við aðalskipulag í Hörgárbyggð er komið á fullan skrið og því erfitt að afgreiða umsóknir um nýjar lóðir, sem ekki eru á samþykktu deiliskipulagi, fyrr en eftir fund með Landmótun sem vinnur aðalskipulagið.

Efnisleg afgreiðsla á erindi Guðmundar og Stefaníu er því frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.

 

4)  Fundur um aðalskipulag.

Ákveðið er að almennur fundur um aðalskipulag Hörgárbyggðar verði haldin fimmtudaginn 20. október 2005 kl: 20:00 í Hlíðarbæ. Fundur með sveitarstjórnarmönnum, skipulagsnefnd og staðardagskrárnefnd verður haldin sama dag  kl: 17:15 í Hlíðarbæ.

 

5)   Önnur mál.

Fyrirspurnir hafa borist um iðnaðarlóðir og var ákveðið að skoða þau mál vel með Landmótun við gerð aðalskipulags.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

 

Hermann Harðarson,  Árni Arnsteinsson og Birna Jóhannesdóttir