Fundargerð - 17. mars 2003

Mánudaginn 17. mars 2003 kl. 20:00 komu sveitarstjórnir Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps saman til fundar á Melum.

Mætt voru frá Hörgárbyggð: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt Helgu A. Erlingsdóttur.

Frá Arnarneshreppi mættu: Hjördís Sigursteinsdóttir, Hannes Gunnlaugsson, Jósavin Gunnarsson, Sigurður Aðalsteinsson og Jón Þór Benediktsson.

Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.

 

Íþróttahús:

Hlutur Hörgárbyggðar er 66,56% og hlutur Arnarneshrepps er 33,44%. Eignaskiptaprósentan var samþykkt með fyrirvara um að prósenturtölur séu réttar miðað við fyrirliggjandi gögn.

 

Rekstur íþróttahússins er í járnum og hafa eigendur hússins þurft að greiða með rekstrinum. Sveitarstjórnir samþykktu samhljóma að greiða sitt framlag í sama hlutfalli og eignaprósentan er í húsinu.

 

Sveitarstjórnirnar samþykkt samhljóma að fela oddvitum sveitarfélaganna að ganga frá ráðningarsamningum við starfsmenn íþróttamannvirkjanna og að ganga frá skriflegum samningi við forstöðumann vegna sjoppureksturs með þeim hætti að sjoppan verði áfram hluti af starfskjörum forstöðumannsins. Samþykkt samhljóða að leggja áherslu á það að öryggi við sundlaugin verði sem best tryggt og þá að ávallt séu tveir starfsmenn á vakt þegar sundlaugin er opin almenningi.

 

Tryggingar íþróttahúss og skóla eru bæði hjá VÍS og Sjóvá. Ákveðið var að láta bæði tryggingafélögin bjóða ó allar tryggingarnar og ákveða eftir það við hvort tryggingafélagið verið samið.

 

Vegna gistingar hópa um helgar í íþróttahúsinu kom fram að fylgdarfólk barnanna þurfa að skrifa undir yfirlýsingu um að þeir gangist í ábyrgð fyrir því að börnin fari ekki i sundlaugina utan afgreiðslutíma. Yfirleitt er  um að ræða íþróttahópa sem eru tryggðir í slíkum ferðum þar sem þær falla undir æfingaferðir. Sveitarstjórnirnar leggjast ekki gegn útleigu til hópa í íþróttahúsinu að því gefnu að það sé tryggt að ábyrgð á börnunum falli ekki á sveitarfélögin.

 

Í samningum við forstöðumann skal taka á því með hvað hætti tekjuskráning eigi að færast í bókhaldi. Viðhald og umhverfi íþróttamannvirkja verði unnið í samráði við forstöðumann.

 

Kalda vatnið kom til umræðu og var upplýst að einn mælir er fyrir allt skólasvæðið og svo annar sem mælir notkunina í íþróttahúsinu. Reikningur fyrir kalda vatnið í janúar var kr. 124.000. Sveitarstjórnirnar voru sammála um að reyna að komast að samkomulagi við Norðurorku hf. um greiðslur fyrir kalda vatnið þar sem það er beggja hagur að menn séu sáttir með fyrirkomulagið og með hvað hætti kalda vatnið sé afhent og þá á hvað verði.

 

Þjónustusamningar vegna bókhalds íþróttahúss og Þelamerkurskóla milli aðila voru lagðir fram til kynningar.

 

Þelamerkurskóli:

Eignaskipting Þelamerkurskóla er með því hætti að Hörgárbyggð á 65,92% og Arnarneshreppur á 34,08%. Sveitarstjórnirnar samþykktu framangreinda skiptingu með þeim fyrirvara að eignaskiptaprósentan væri rétt. Samþykkt var að allt viðhald og annað það sem viðkemur Þelamerkurskóla skiptist á milli sveitarfélaganna í sama hlutfalli. En launin verði greidd í hlutfalli við nemendafjölda hverju sinni.

 

Leiga á mötuneytissal yfir sumarmánuðina var heimiluð og þá á vegum skólastjórnenda. Sveitarstjórnirnar samþykktu einróma að hætta að leigja út heimavistirnar yfir sumarmánuðina.

 

Oddvitum sveitarfélaganna var falið að endurskoða drög að ráðningarsamningi húsvarðar og ganga síðan frá skriflegum ráðningarsamningi við hann.

 

Sveitarstjórnirnar samþykktu samhljóða að farið verði í gerð leigusamnings við kennara sem fyrst, þannig að frá og með 1. ágúst 2003 verði leigan hækkuð í tveim áföngum. Leiguverð verði miðað við leiguverð hjá sambærilegum skólum. Í fyrri hækkun verði farið í sem svarar 50% af fullri leigu og frá og með 1. ágúst 2004 verði innheimt fullt leiguverð fyrir íbúðirnar. Leggja á áherslu á að íbúðirnar verði lagfærðar sem fyrst svo að leigjendur séu sáttari við hækkun leigunnar. Ákveðið var að skólastjóri greiði húsaleigu ein og aðrir kennarar Þelamerkurskóla. Samþykkt var að greiðslu akstursstyrkja til starfsmanna Þelamerkurskóla verði hætt í tveim áföngum þannig að þeir verði lækkaðir um 50% 1. ágúst 2003 og alveg hætt 1. ágúst 2004.

 

Skólastjóri Þelamerkurskóla leggur til að Hörgárbyggð greiði í leigu kr. 12.500 á mánuði fyrir sveitarstjórnarskrifstofuna. Sveitarstjórnirnar ætla að skoða málið.

 

Vegna skýrslu um brunavarnir í Þelamerkurskóla þá þarf ekki að eiga allar teikningar af skólanum í tölvutæku formi. Ýmsar lagfæringar þar að gera á húsnæði Þelmerkurskóla til að þær standist þær kröfur um brunavarnir sem gerðar eru um slíkt húsnæði. Jósavin Gunnarsson og Geirharður Þorsteinsson eru í samvinnu um hvernig verkið verður unnið.

 

Áætlað er að vera með vinnuskóla í báðum sveitarfélögunum í sumar. Útfæra þarf verkefnaskiptingu við Þelamerkurskóla nánar, vegna vinnuskólans.

 

Sveitarstjórnirnar ákváðu að stefna að öðrum sameiginlegum fundi fyrir lok apríl 2003.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 00:30.