Fundargerð - 17. febrúar 2014
Mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.
Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Garðar Lárusson, Líney S. Diðriksdóttir, Sunna H. Jóhannesdóttir og Stefanía Steinsdóttir, nefndarmenn, og auk þess
Þetta gerðist:
1. Skipulag skólamála, yfirlit yfir helstu valkosti
Lagt fram yfirlit yfir kosti og galla helstu valkosta og fjárhagslega þætti sem varða hugsanlegt breytt skipulag skólamála í sveitarfélaginu. Yfirlitið hefur verið kynnt starfsfólki Þelamerkurskóla annars vegar og Álfasteins hins vegar. Það er samið af vinnuhópi á vegum sveitarstjórnar, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 16. október 2013.
Fræðslunefnd telur mikilvægt að hagsmunir barnanna séu hafðir í fyrirrúmi í hugsanlegu breyttu skipulagi skólamála í sveitarfélaginu.
2. Þelamerkurskóli, framkvæmdir
Gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í Þelamerkurskóla, sem felast í stækkun upphaflegs anddyris, uppsetningu lyftu og endurbótum á A-álmu skólans.
3. Þelamerkurskóli, verðskrá fyrir afnot af húsnæði
Fram kom að gildandi verðskrá fyrir tilfallandi afnot af húsnæði Þelamerkurskóla er frá því í mars-mánuði 2010. Rætt um fyrirkomulag á gjaldtöku fyrir afnotin.
Fræðslunefnd samþykkti að gerð verði drög að breyttri verðskrá og reglum um fyrirkomulag á gjaldtökunni fyrir húsnæðisafnotin.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 18:00.