Fundargerð - 17. febrúar 2004

Mættir voru Logi, Guðný, Sigríður, Helgi, Hugrún og Helga.

1.      Dvalarsamningur. Logi kom með tillögu um að breyta fæðisgjaldi.  Nú er hægt að fá fæðið endurgreitt ef barn er samfellt 5 daga fjarverandi.  Samþykkt að lengja það í 10 virka daga samfellt.

Einnig var ákveðið að breyta orðalaginu “gagnkvæmur uppsagnarfrestur” í “uppsagnarfrestur foreldra”. Einnig þarf að taka fram í dvalarsamningi, þar sem talað er um uppsagnafrest, um breytingar á dvalartíma barns.  Helgu falið að ganga í þetta mál.

Erindisbréf, 12. grein. Rætt um hana en ákveðið að hafa þetta óbreytt.  Hugrún ætlar bara að láta nefndarmenn vita ef einhverjar breytingar eru.

 

2.      Að gefnu tilefni finnst nefndinni nauðsynlegt að setja reglur varðandi það hvort börnin séu sótt á réttum tíma í leikskólann. Ákveðið var að setja upp kerfi þar sem foreldrar borga fyrir þann tíma sem börnin dvelja lengur. Foreldrar hafa því kost á því að láta vita af seinkunn og borga fyrir hana. Rætt um að láta borga meira ef ekki er látið vita. Taka skal fram að þetta er einungis ætlað fyrir einstaka atvik sem alltaf geta komið upp hjá foreldrum. Leikskólastjóra og sveitarstjóra falið að vinna í málinu. Spurning hvort þetta ætti svo að fara í dvalarsamninginn.

 

3.    Aðeins farið yfir fjárhagsáætlun 2004. Helga segir launin vanáætluð í þessari áætlun. Dagvistunargjöldin lækkuðu á síðasta ári en launakostnaður hækkaði. Leikskólastjóra falið að skoða vel stöðugildin í sambandi við barnafjölda. Hugrún talar um  hvort einstæðir námsmenn eigi að fá  tvöfaldan afslátt á leikskólagjölum. Henni falið að skoða það. Nú ætla nokkrir að segja upp plássum í sumar og byrja aftur í haust.  Það er mjög slæmt fyrir reksturinn, en erfitt að gera nokkuð í því, þar sem nú er nær enginn biðlisti. Sex börn fara í skóla í haust og ekki er vitað um mörg sem koma í staðinn. Logi talar um hvort möguleiki væri á því að auglýsa nokkur pláss á leikskólanum. Þá fyrir lítil börn á dagmömmuverði. Spurning um geymslu fyrir  barnavagna, en annars gæti þetta vel komið til greina. Hugrún ætlar að skoða það hjá foreldrum núna í mars hvort einhverjar breytingar séu væntanlegar í haust, til að sjá betur hverning næsti vetur verður.

 

4.      Námskeið og starfsmenn. Það byrjaði ein ný 16. jan. Guðlaug Auðardóttir. Hún leysir Hugrúnu Dögg af  vegna barns með sérþarfir og  leysir af vegna undirbúningstíma. Sumarfríið verður 12. Júlí – 9. ágúst núna. Óskir hafa komið frá foreldrum að sumarfríið sé ekki alltaf á sama tíma. Erfitt að fá alltaf sumarfrí á sama tíma á sumum vinnustöðum.  Þar sem fáir krakkar verða í sumar á að reyna að láta starfsfólkið taka nær allt sumarfríið í sumar. Starfsfólkið er að fara á slysavarnanámskeið. Hugrún segir frá viku ferð hjá leikskólastjórum til Prag. Hún kostar 84.000.- Hún getur fengið 50.000.- úr vísindasjóði og ferðina til Rvíkur. Þarf að taka 25.000.- úr námskeiðssjóði. Leikskólastjóri sér um útdeilingu úr honum. 

Fundi slitið