Fundargerð - 17. ágúst 2011

Miðvikudaginn 17. ágúst 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1.  Fundargerð heilbrigðisnefndar, 15. júní 2011

Fundargerðin er í fimm liðum, auk afgreiðslu á 23 umsóknum um starfsleyfi. Fundargerðin varðar ekki Hörgársveit með beinum hætti að öðru leyti en því sem fram kemur í 3. lið hennar, sem er um fráveitur sveitarfélaga (sjá 9. lið þessarar fundargerðar).

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2.  Fundargerðir stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs., 20. júní og 15. ágúst 2011

Hvor fundargerð er í fimm liðum.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

3.  Fundargerð framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættis, 28. júní 2011

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4.  Laugaland, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Laugalandi, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar (sjá 7. lið þessarar dagskrár). Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með einni breytingu á skipulags- og byggingarskilmálum hennar.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Laugalandi verði auglýst óbreytt í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

5. Garðshorn, Þelamörk, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna frístundahúss á landspildu í landi Garðshorns á Þelamörk, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar (sjá 7. lið þessarar dagskrár). Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna frístundahúss á landspildu í landi Garðshorns á Þelamörk verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6. Syðri-Reistará, deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss á Syðri-Reistará, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar (sjá 7. lið þessarar dagskrár). Nefndin leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna íbúðarhúss á Syðri-Reistará verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

7. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 11. ágúst 2011

Fundargerðin er í níu liðum. Þrír þeirra voru til afgreiðslu í dagskrárliðunum hér á undan (nr. 4-6). Aðrir liðir fundargerðarinnar fjalla um yfirlit yfir kostnað við hreinlætismál, skipulagsmál og umhverfismál á fyrri helmingi ársins, um eyðingu skógarkerfils, um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið, um styrk til að sækja leiðbeinendanámskeið “Vistverndar í verki” og um þátttöku ungmenna í umhverfisþingi.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um viðbótarfjárheimild til eyðingar á skógarkerfli að fjárhæð kr. 300.000, auk andvirðis varnarefnis sem landeigendum gefist kostur á að fá. Ennfremur samþykkti hún tillögu nefndarinnar um að undirbúningur að gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið hefjist sem fyrst með auglýsingu eftir áhugasömum aðilum til að vinna verkið. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

8. Fundargerðir fjallskilanefndar, 22. júní og 12. ágúst 2011

Fyrri fundargerðin er í sex liðum, síðari fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

9. Fráveitur, starfsleyfi

Lagt fram bréf, dags. 22. júní 2011, frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra með tilmælum um að sótt verði um starfsleyfi fyrir fráveitum, sbr. bréf, dags. 24. maí 2011, frá Umhverfisstofnun til heilbrigðisnefndarinnar um málefni fráveitna í landinu.

Sveitarstjórn samþykkti að sótt verði um starfsleyfi fyrir fráveitur í eigu sveitarfélagsins, þ.e. á Hjalteyri og á Lónsbakka.

 

10. Sjóvarnaskýrsla

Lagt fram bréf, dags. 12. júlí 2011, frá Siglingastofnun, þar sem óskað er eftir hugsanlegum athugasemdum við þann kafla í fyrirliggjandi drögum að sjóvarnaskýrslu sem varðar Hörgársveit.

Sveitarstjórn samþykkti að ekki verði gerð athugasemd við fyrirliggjandi drög að sjóvarnaskýrslu.

 

11. Forgangsverkefni á fjögurra ára samgönguáætlun

Lagt fram bréf, dags. 13. júlí 2011, frá Eyþingi, þar sem óskað er eftir tillögu um 3 – 5 verkefni sem setja eigi í forgang á næstu fjögurra ára samgönguáætlun.

Sveitarstjórn samþykkti að af hálfu Hörgársveitar verði gerð tillaga um að eftirfarandi fimm verkefni í vegagerð eigi að vera í forgangi á næstu fjögurra ára samgönguáætlun:

Hörgárdalsvegur (Hólkot-Skriða), ný vegtenging við íbúðabyggð og atvinnusvæði á Lónsbakka, Dagverðareyrarvegur, breyting á vegstæði og undirgöng við Þelamerkurskóla, fjölnotavegur í Kræklingahlíð.

 

12. Snjóhreinsun veturinn 2011-2012

Rætt um fyrirkomulag á snjóhreinsun og hálkuvörnum veturinn 2011-2012.

Sveitarstjórn samþykkti að boðin verði út öll snjóhreinsun á vegum sveitarfélagsins veturinn 2011-2012, þ.e. á Hjalteyri, Laugalandi, Lónsbakka og Möðruvöllum, þannig að hver staður sé boðinn út sérstaklega.

 

13. Löggild endurskoðun, verðkönnun

Rætt um kostnað við löggilda endurskoðun hjá sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að kannað verði verð á löggildri endurskoðun fyrir sveitarfélagið hjá þeim löggildu endurskoðunarfyrirtækjum sem hafa starfsstöð á Akureyri.

 

14. Lón, fráveitumál

Lagt fram tölvubréf, dags. 18. maí 2011, um tengingu Lóns við fráveitukerfi og minnisblað frá Verkís hf. um málið.

Sveitarstjórn samþykkti að viðræður fari fram við Akureyrarbæ og landeiganda Lóns um tengingu Lóns við fráveitukerfi.

 

15. Samþykkt um hundahald, síðari umræða

Fyrri umræða um samþykkt um hundahald fór fram 16. febrúar 2011. Þau drög sem þá voru lögð fram hafa verið kynnt í fréttabréfi og á heimasíðu sveitarfélagsins. Á fundinum voru lögð fram ný drög að samþykktinni, með breytingum sem þá voru gerðar á þeim drögum sem þá lágu fyrir, auk breytinga sem koma til vegna ábendinga sem fram hafa komið.

Sveitarstjórn samþykkti framlögð drög að samþykkt um hundahald í Hörgársveit með einni breytingu og að miðað verði útgáfu B í ákvæðum til bráðabirgða. Sveitarstjóra var falið að annast gildistöku hennar.

 

16. Samstarfssamningur sveitarfélaga um menningarmál, staðfesting

Lagður fram samstarfsamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál, sem undirritaður var 18. apríl 2011.

Sveitarstjórn samþykkti að staðfesta fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samstarfssamning sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.

 

17. Styrktarsjóður EBÍ og fulltrúaráðsfundur EBÍ

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 4. júlí 2011, frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, þar sem gerð er grein fyrir hvernig framlögum styrktarsjóðs félagsins verði háttað á þessu ári og skýrt frá því að fulltrúaráðsfundur sjóðsins verði 12. október 2011.

 

18. UMFÍ, landsmót 50+

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 27. júlí 2011, frá Ungmennafélagi Íslands, þar sem gerð er grein fyrir því að ákveðið hafi verið að auglýsa eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd landsmóts UMFÍ 50+ árið 2012.

 

19. Fundargerð stjórnar Eyþings, 31. maí 2011

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings, 31. maí 2011.

 

20. Fundargerð byggingarnefndar, 5. júlí 2011

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, 5. júlí 2011. Þrír síðustu liðir hennar varða Hörgársveit: um sólskála að Möðruvöllum 5, viðbyggingu við Hjalteyrarskóla og sumarhús á Búðagötu 9, Hjalteyri.

 

21. Glæsibær, afmörkun landspildna

Lagt fram bréf, dags. 17. ágúst 2011, frá Davíð Guðmundsson um stofnun tveggja nýrra lóða að Glæsbæ.

Sveitarstjórn samþykkti erindið.

 

22. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:10.