Fundargerð - 17. ágúst 2010

Árið 2010, þriðjudaginn 17. ágúst, kl. 13:30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 79. fundar að Óseyri 2, Akureyri. Formaður Árni Kristjánsson, setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

 

1.  Finnur Reyr Stefánsson, Brekkuási 11, Garðabæ, sækir um leyfi fyrir að flytja notað sumarhús og geymsluskúr og setja niður á lóð nr. 2 í Sunnuhlíð við Grenivík. Teiknigar eru frá VSB verkfræðistofu, dags, 26.07.2010, verk nr. 10153.

Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

2.  Preben Jón Pétursson, Brekkugötu 27 b, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja anddyri og breyta innréttingu á sumarhúsi á lóð nr. 23, Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt teikningu frá H.S.Á. teiknistofu, dags. 29.07.2010, verk nr. 041209.

Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

3.  Jón Þorsteinsson, Ægissíðu 11, Grenivík, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús að Veigahalli 1, Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Árna Gunnari Kristjánssyni, dags. 3. ágúst 2010, verk nr. Á10-102.

Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

4.  Jón Bergur Arason, Þverá, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að reisa dúkskemmu á jörðinni Þverá, Eyjafjarðarsveit, sem nota á fyrir stoðefni o.fl. í tengslum við jarðgerðarstöðina á Þveráreyrum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson dags. nóv. 1987 sem gerðar voru af skemmunni þegar hún var sett upp í Krossanesi.

Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda verði skilað inn staðfærðum teiknigum, sem hlotið hafa samþykki umsagnaðaraðila sem málið varðar.

 

5. Björn Einarsson, Flétturima 14, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að setja upp 12 fermetra vinnuskúr vegna byggingarframkvæmda að Signýjarstöðum, sem er landspilda úr jörðinni Björk, Eyjafjarðarsveit.

Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 2 ár.

 

6.  Ingólfur Jónsson, Fjólugötu 10, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að flytja gamla landvarðaskúrinn sem var í Laugafelli og setja niður á jörðina Miklagarð I, Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi er skissa að grunnplani og afstöðumynd sem sýnir staðsetningu.

Byggingarnefnd tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi, þar sem það hefur ekki hlotið afgreiðslu skipulagsyfirvalda.

 

7. Jóhannes Jónsson, Espihóli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús á lóð úr jörðinni Espigrund, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 04.08.2010, verk nr. 100501.

Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

8.  Norðurorka ehf, Rangárvöllum, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja dæluhús og setja upp loftskiljutank á vinnslusvæði Norðurorku á jörðinni Botni, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningum frá VN verkfræðistofu, dags. júlí 2010, verk nr. 777.00.0104.

Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti

 

9. Sjúkrahúsið, Eyrarlandsvegi, Akureyri, sækir um leyfi fyrir breytingum á innréttingu á 4 og 5 hæð vesturálmu Kristnesspítala, samkvæmt meðfylgjandi grunnplansteikningu A04 frá AVH teiknistofu dags. 10.07.2009. Fyrir liggja athugasemdalausar umsagnir frá aðilum er málið varða.

Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

10. Guðmundur Sigvaldason, Birkhlíð 6, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir 7.2 fermetra geymsluskúr á lóð nr. 6 í Birkihlíð, Hörgársveit. Meðfylgjandi er ljósrit af teikningu frá framleiðanda og afstöðumynd.

Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

11. Skúli Þór Bragason, Barmahlíð 2, Sauðárkróki, sækir um leyfi fyrir öðrum áfanga á víkingaskála, sem er veitingaskáli og eldhús, viðbygging við svefnskála á landspildu úr jörðinni Moldhaugum, Hörgársveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.Á. teiknistofu, dags. 15.08.2010. verk nr. 08-317.

Byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi teikningarnar fyrir sitt leyti.

Byggingarfulltrúi upplýsti að búið væri að reisa húsið. Nefndin átelur húsbyggjanda og byggingarstjóra fyrir að hafa ítrekað hafið framkvæmdir án þess að samþykki byggingarnefndar og umsagnaraðila hafi legið fyrir. Jafnframkvæmt hefur byggingarstjóri aldrei óskað eftir úttek á burðarvirki hússins. Byggingarnefnd krefst þess að framvegis verði farið eftir byggingarreglugerð, sérstaklega hvað varðar úttektir og að unnið verði eftir samþykktum teikningum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15

 

Árni Kristjánsson                 Pálmi Laxdal

Egill Bjarnason                    Elmar Sigurgeirsson

Björn Ingason                     Jósavin Gunnarsson