Fundargerð - 16. október 2006

Mánudaginn 16. október 2006 kl. 15:45 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi B. Steinsson, Anna Lilja Sigurðardóttir og Guðmundur Sigvaldason sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.  Kaup á símkerfi

Anna Lilja kynnti tilboð sem borist hefur frá EJS í símkerfi fyrir skólann. Um er að ræða notað símkerfi. Núverandi símkerfi nær ekki um allan skólann og er orðið nokkuð úrelt. Tilboðið hljóðar upp á 8.275 kr. (vsk. meðtalinn) í 36 mánuði. Að þeim tíma liðnum yrði símkerfið eign skólans. Til samanburðar lágu fyrir tilboð í sambærileg símkerfi frá þremur öðrum aðilum.

Framkvæmdanefnd samþykkti að tilboði EJS í símkerfi fyrir skólann verði tekið.

 

2. Endurskoðun á fjárhagsáætlun fyrir árið 2006

Anna Lilja gerði grein fyrir stöðu rekstarliða skólans miðað við 30. september 2006. Staða allra liða nema tveggja eru innan áætlunar. Farið var sérstaklega yfir stöðu á viðhaldsliðum skólahúsnæðis og íbúða. Heildaráætlun þeirra liða er 2.900 þús. kr.  Ráðstafað hefur verið u.þ.b. 2.200 þús. kr. Húsaleigutekjur skólans það sem af er árinu eru 500 þús. kr. hærri en áætlað var.

Framkvæmdanefnd samþykkti að áætlun ársins fyrir húsaleigu í íþróttamiðstöðinni verði hækkuð úr 4.100 þús. kr. í 4.800 þús. kr. vegna aukinnar notkunar á haustönninni.

Framkvæmdanefnd samþykkti að sett verði teppi á stigagang í íbúðaálmu og sett verði ný lýsing í eina skólastofu skv. fyrirliggjandi tilboð frá Ljósgjafanum að upphæð kr. 252 þús. kr.

 

3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007

Rætt um tímasetningar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Ákveðið var að stefna að því að drög að áætluninni liggi fyrir þann 10. nóv. nk.

 

4. Húsaleigusamningur við Ístak

Lagður fram samningur milli Þelamerkurskóla og Ístaks um afnot af húsnæði í skólanum. Samningurinn tók gildi 1. okt. sl. og gildir hann til 31. maí 2007, með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Samningurinn hljóðar upp á kr. 866 þús. kr. að meðtöldu fæði og eftirliti, auk þrifa.

 

Fleira gerðist ekki fundi – fundi slitið kl. 18:00.