Fundargerð - 16. mars 2017

Sveitarstjórn Hörgársveitar

 

78. fundur

  

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn:  Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.

 

Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Afgreiðsluskúr Hjalteyri

Lagt fram erindi frá Norðursiglingu þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja afgreiðsluskúr við Verksmiðjuna á Hjalteyri á tímabundnu stöðuleyfi.  Meðfylgjandi eru myndir með tillögu að staðsetningu.

Sveitarstjórn samþykkti að heimila Norðursiglingu að staðsetja afgreiðsluskúr með staðsetningu við Kveldúlfsbryggjuna, að fengnu leyfi byggingarfulltrúa um tímabundið stöðuleyfi. Jafnframt mælir sveitarstjórn með því við Hafnarsamlag Norðurlands að rafmagn verði lagt á Kveldúlfsbryggju.

2.        Bréf frá Forsætisráðuneytinu

Lagt fram til kynningar bréf frá Forsætisráðuneytinu þar sem boðað er til fundar um málefni þjóðlenda 1. júní n.k..

3.        Fráveita Lónsbakka

Sveitarstjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fóru yfir þá kosti sem til staðar eru varðandi stækkun á fráveitukerfi fyrir íbúðabyggðina við Lónsbakka.

4.        Íbúðabyggð Lónsbakka

Umræður um stöðu mála varðandi skipulagsmál og stækkun íbúðabyggðar.

5.        Deiliskiplag Hjalteyri

Umræður um stöðu mála varðandi deiliskipulagið.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16.45