Fundargerð - 16. maí 2014

Föstudaginn 16. maí 2014 kl. 15:30 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Gústav G. Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir, nefndarmenn, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 

1. Sögufélag Hörgársveitar, samningur um Heimaslóð

Lögð fram drög að samningi við Sögufélag Hörgársveitar um útgáfu Heimaslóðar, sbr. aðgerðaráætlun menningarstefnunnar.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að samningi við Sögufélag Hörgársveitar um útgáfu Heimaslóðar verði samþykkt.

Árni Arnsteinsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

2. Félagsheimilið Melar, samningur um viðhald og rekstur

Fram kom að sveitarstjórn, Kvenfélag Hörgdæla og Leikfélag Hörgdæla hafa samþykkt fyrirliggjandi tillögu að samningi um breytingar á eignarhaldi Félagsheimilisins Mela, sbr. samþykktir nefndarinnar 29. október 2013, 11. mars og 9. apríl 2014.

Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Leikfélags Hörgdæla um viðhald og rekstur Félagsheimilisins Mela, sbr. 5. gr. ofangreinds samnings.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að samningi milli sveitarfélagsins og Leikfélags Hörgdæla um viðhald og rekstur á Melum verði samþykktur.

 

3. Sæludagur 2014

Rætt um fyrirkomulag á Sæludegi, sem verður laugardaginn 2. ágúst 2014.

Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að stefnt verði að undirbúningsfundi um Sæludaginn 24. júní 2014.

 

4. Afmæli sveitarfélagsins

Rætt um mikilvægi þess að afmælisdags sveitarfélagsins 12. júní verði minnst.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:50.