Fundargerð - 16. júní 2003

FUNDARGERÐ SKIPULAGSNEFNDAR HÖRGÁRBYGGÐAR

 

FUNDUR 16.JÚNÍ 2003, KL. 20:15 HALDINN Á KAFFISTOFU SVEITARFÉLAGSINS

 

 

Mættir voru: Gunnar Haukur,  Hermann og Árni.

 

Dagskrá svohljóðandi:

 

 1. Umsókn um lóð í Skógarhlíð
 2. Skipulag í Skógarhlíð
 3. Deiliskipulag að Steðja
 4. Skipulag á Gásum
 5. Aðalskipulag – gangur mála
 6. Önnur mál.

 

 1. Ákveðið að fá Ævar Ármannsson ásamt lóðarumsækjendum og staðsetja lóðina nákvæmlega.  Gunnar Haukur tekur að sér að vinna að málinu.
 2. Fyrir liggur kort af skipulagi byggingalóða í Skógarhlíð unnið af Ævari í samráði við Jón Inga Sveinsson.  Nefndin vill fá snúningsplan við norðurenda götu og göngustíg frá honum og upp í Skógarhlíð.  Að öðru leyti samþykkir nefndin skipulagið.  Skipulagsnefnd óskar eftir að sveitarstjórn ákveði lóðagjöld en bendir á að þau geti verið ákveðið hlutfall af því sem þau eru á Akureyri.  Ákvörðun þarf að liggja fyrir sem fyrst vegna samninga við byggingaverktaka.
 3. Nefndin felur sveitarstjóra að ganga í það að auglýsa deiliskipulagið og ganga frá því máli.
 4. Nefndin upplýst um stöðu mála og lýsir sig jákvæða fyrir áframhaldandi vinnu við þetta verkefni.
 5. Stefnt er að fundi skipulagsnefndar með sveitarstjórn, skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og Guðmundi Helga hjá kortagerð BSE til að kynna mikilvægi gerðar grunnkorts fyrir alla skipulagsvinnu og einnig til að kynna hve mikil vinna og kostnaður liggur á bak við grunnvinnuna.  Gunnari falið að ákveða dagsetningu ásamt sveitarstjóra.
 6. Umsókn um iðnaðarlóð.  Ekki lágu fyrir upplýsingar um umsóknina og málið því ekki afgreitt.